Hversu heitt getur orðið í örbylgjuofni?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Það er svokölluð magnetróna sem sendir frá sér örbylgjurnar. Þær sveiflast 2,45 milljörðum sinnum á sekúndu. Þessar sveiflur hreyfa svo hastarlega við sameindum í matnum að hann hitnar. Örbylgjurnar hafa einkum áhrif á vatn, en líka fitu- og sykursameindir, og út frá þeim breiðist hitinn út um allan matinn. Þar eð áhrifin eru mest á vatnssameindirnar hitnar maturinn – og þar með ofninn – yfirleitt ekki nema í 100 gráður, sem er suðumark vatns.

Magnetrónan umbreytir um tveimur þriðju raforkunnar í örbylgjur en afgangurinn hitar magnetrónuna sjálfa. Gangi örbylgjuofninn tómur getur hann ofhitnað og magnetrónan jafnvel eyðilagst. Ofninn getur líka ofhitnað ef málmhlutur er settur inn í hann, því málmurinn virkar þá sem eins konar loftnet.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is