Hversu langt er að sjóndeildarhring?

Frá sumarbústaðnum sem liggur nokkuð hátt, sjáum við stundum stór skip úti á hafi en ef við förum alla leið niður í fjöru er skipið horfið. Þetta hlýtur að tengjast sjóndeildarhringnum en hvernig?

BIRT: 25/09/2022

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Hafir þú alveg óhindrað útsýni, t.d. út yfir sléttan sjó, breytist fjarlægðin að sjóndeildarhring með því hversu hátt yfir sjávarmáli þú ert. Því hærra sem þú ferð, því lengra sérðu. Standir þú í fjöruborðinu er fjarlægðin út að sjóndeildarhring um 4,5 km. En sértu í 300 metra hæð verða um 61,8 km að sjóndeildarhring.

 

Þessi breyting er alveg kerfisbundin og stærðfræðilega má reikna hana eftir formúlunni: Kvaðratrót hæðar yfir sjávarmál í metrum x 3.570 = fjarlægðin að sjóndeildarhring í metrum. 

 

Í dæminu um 300 metra hæð verður fjarlægðin sem sagt √300 x 3.570 = ca. 61.800 metrar.

 

Formúluna má líka nota til að reikna hve langt sést ofan af tilteknum byggingum. Burj Khalifa í Dubai er t.d. 828 metrar að hæð. Úr þeirri hæð sjáum við þá √828 x 3.570 = ca. 102.700 metrar. Við þetta þarf reyndar að bæta okkar eigin fjarlægð að sjóndeildarhring eða um 4,5 km. Fræðilega séð ættum við sem sagt að sjá turnspíruna á Burj Khalifa úr 102,7 + 4,5 = 107,2 km fjarlægð.

 

Útreikningar af þessu tagi eru þó auðvitað hrein stærðfræði og slík nákvæmni á takmarkað erindi inn í raunveruleikann. Útreikningurinn gerir t.d. ráð fyrir að jörðin sé nákvæmlega kúlulaga með alveg slétt yfirborð, svo og að útsýnið sé alveg óhindrað og aðstæður fullkomnar. En móða, ský eða bylgjur á sjó breyta miklu um það hve langt maður sér frá sama stað við mismunandi aðstæður og veðurskilyrði. Á hinn bóginn getur hitamunur í lofti sveigt ljósið þannig að maður sjái það sem er í raun utan sjóndeildarhrings og þá er talað um að sjá eitthvað í hillingum.

BIRT: 25/09/2022

HÖFUNDUR: Ritstjórnin

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: Fabrice Villard on Unsplash

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is