Í heimi risanna

Þar til fyrir 10.000 árum var jörðin á tímabilum afar kaldur bústaður. Ísaldirnar takmörkuðu magn aðgengilegrar fæðu sem lagði þungar þróunarlegar byrðar á dýr fortíðar. Þessar harðneskjulegu aðstæður hröðuðu þróun á afar stórum tegundum, enda þola stór dýr betur kulda og hungur en smá. Þessi stóru dýr áttu sér einnig færri náttúrulega óvini – allt þar til manneskjan kom fram á sjónarsviðið.

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Evrasía

Meira en helmingur meginlandsins var stundum á tímaskeiðinu pleistósen hulið ís.

 

Loftslagið var miklu kaldara og þurrara en nú á dögum þrátt fyrir að víðsvegar væri að finna mikil vötn. Gróðurfar var sem er nú á steppum og skógar algengir á suðlægari slóðum. Milli ísaldanna uxu þó jafnvel skógar á norðlægari svæðum.

 

Loðfíll

Mennirnir réðu niðurlögum risafílanna

 

Stærð: Loðfílar voru afar stór landspendýr sem nærðust á plöntum. Þeir gátu náð allt að 5 metra hæð, og 12 tonna þungir loðfílar eru hinir stærstu sem uppi hafa verið.

 

Einkenni: Það hafa fundist minnst 11 mismunandi tegundir loðfíla. Þar af er hinn ullarhærði loðfíll þekktastur. Einkenni hans er mikill og þykkur feldur sem gerði dýrinu kleift að lifa norðar en nokkur annar fíll á jörðu.

 

Orsakir útdauða: Margvíslegar aðstæður eru fyrir því að loðfílar liðu undir lok. Að hluta til loftslagsbreytingar og breytingar í plöntuvexti þegar ísöldunum lauk en einnig vaxandi veiðiálag af manna völdum.

 

Hlutur manna: Veiðar og sífellt meiri þrýstingur frá vaxandi útbreiðslu þeirra áttu sinn þátt í að útrýma risafílum. Menn hafa t.d. fundið hýsi byggð úr loðfílabeinum í Austur-Evrópu og Asíu sem bendir til að menn hafi gjörnýtt sér afurðir skepnunnar.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is