Maðurinn

Inflúensan 2021 – Allt sem þú þarft að vita um veiruna og flensutímabil vetrarins

Stíflað nef eða nefrennsli, hár hiti og þér allsstaðar illt. Inflúensan leggst árlega á milljónir manna, jafnvel þótt bæði ónæmiskerfið og bóluefni leggist á eitt til varnar. Hér útskýrum við hvað gerist í líkamanum og hvers vegna nánast ógerlegt er að vinna bug á hinni árlegu flensu.

BIRT: 13/11/2021

HVAÐ ER INFLÚENSA?

 

Inflúensa er árlegur veirusjúkdómur sem leggst á efri hluta öndunarfæra. Einkennin eru m. a. þessi:

 

  • Hár hiti
  • Liða- og vöðvaverkir
  • Hósti
  • Særindi í hálsi
  • Kuldahrollur
  • Höfuðverkur
  • Þreyta
  • Nefrennsli

 

Einkenni inflúensu minna sem sagt á einkenni kórónaveirunnar, en sjúkdómurinn er oftast vægari – ekki síst hjá fullfrísku fólki undir 65 ára aldri.

 

Inflúensa gengur yfirleitt yfir á ákveðnum tímum og árlega beinast augu heilbrigðisstarfsfólk að hinu svonefnda flensutímabili, en flensan getur gengið yfir í bylgjum, oft nokkurra vikna löngum, yfir veturinn.

 

Inflúensutímabil vetrarins hófst í október og þá hófust bólusetningar.

 

Það er þó enn óvíst hvaða veirustofnar verða í aðalhlutverki í vetur og heilbrigðisyfirvöld vita því ekki hversu áhrifaríkt bóluefnið er.

 

A-stofninn veldur mestum veikindum

Inflúensuveirum er skipt í þrjá yfirflokka:

 

  • A-stofn, sem veldur mestum einkennum.
  • B-stofn, sem veldur mildari einkennum.
  • C-stofn, sem veldur minnstum einkennum.

 

Það eru veirur af A-stofni sem valdið hafa verstu faröldrunum. Þessi gerð er sérstaklega hættuleg þar eð hún skiptist í marga stofna og undirgerðirnar eru margar. Allar gerðirnar sökkbreytast milli ára til að auðvelda sér að komast fram hjá vörnum líkamans.

 

Á yfirborði inflúensuveiru eru prótínin hemaglútín, H, og neuraminidase, N. Til er u misjafnar útgáfur þessara prótína og á þeim grundvelli eru þeim gefin nöfn – t.d. H1N1, sem er algengasta undirgerðin. En prótínin geta stökkbreyst mjög hratt og þá breytist útlit þeirra lítils háttar.

 

Þess vegna kemst líkaminn árlega í kynni við nýja útgáfu veirunnar og fyrir bragðið á ónæmiskerfið erfiðara með að bera kennsl á hana og vinna bug á henni.

 

influenza-a

Inflúensa A orsakaði m.a. svínaflensufaraldurinn (H1N1) 2009. Talið er að allt að 575.400 manns hafi látist í faraldrinum.

Ástæðan er sú að mótefnin sem líkaminn myndar eftir inflúensusýkingu, eru nákvæmlega sniðin til að finna tiltekna staði á H- og N-prótínunum, en á stökkbreyttri gerð flensunnar hafa prótínin breyst.

 

Árlega þróa læknar nýtt bóluefni sem ætlað er gegn þeim afbrigðum veirunnar sem uppgötvast fyrst og eru því líklegust til að þróast í faraldra.

 

Hafi læknarnir valið réttu afbrigðin, virkar bóluefnið vel gegn veirunni það árið. Sama bóluefni virkar hins vegar ekki árið eftir, þegar veiran gerir innrás á ný í nýjum búningi.

 

 

 

 

Dulbýst af mikilli snilld

Veiran stökkbreytist frá ári til árs og platar þannig ónæmiskerfið. Jafnvel árleg bólusetning kemur ekki í veg fyrir smit.

 

 

 

Prótín ráða gerðinni

Inflúensuafbrigði eru nefnd eftir því hvaða gerðir prótínanna eru utan á veirunni, t.d. H1N1.

 

 

 

Veiran breytist örlítið

Á milli ára geta örsmá atriði í prótínunum stökkbreyst og það nægir til að breyta veirunni þannig að ónæmiskerfið þekki hana ekki.

 

 

 

Veiran þarf lykil

Tiltekin gerð inflúensuveiru getur aðeins sýkt ákveðnar frumur, þar sem viðtakar á frumunni passa við prótín veirunnar.

BÓLUEFNI VIÐ INFLÚENSU 2021/2022

Bóluefnin sem nú eru notuð við inflúensu eiga að veita fjórþætta vörn, sem sagt gegn tveimur gerðum af A-stofni og tveimur gerðum af B-stofni

 

Verði einmitt einhver eða einhverjir þessara stofna á ferðinni í vetur á bóluefnið að veita vörn í allt að 90% tilvika þegar um er að ræða ungt og fullhraust fólk. Áhrifin eru ekki jafn traust hjá fólki sem er eldra en 65 ára, en það stafar m.a. af því að ónæmiskerfið veiklast með aldrinum.

 

Bóluefnið hefur náð fullum áhrifum 2-3 vikum eftir bólusetningu og ónæmið varir í um hálft ár. Haustið er því heppilegur tími til bólusetninga, enda getur inflúensa verið á ferðinni fram eftir vetri og og í sumum tilvikum fram á vor.

 

Hefur inflúensubólusetning aukaverkanir?

Algengustu aukaverkanir eru eymsli, roði og þroti við stungustað, en aukaverkanir hverfa yfirleitt eftir örfáa daga.

 

Sumt fók fær til viðbótar mild flensueinkenni, svo sem hitaslæðing, höfuðverk og almenna vanlíðan. Þetta stafar af viðbrögðum líkamans við bóluefninu.

 

Þú getur ekki fengið inflúensu af bóluefninu.

Ofnæmisviðbrögð við bóluefninu eru sjaldgæf en ekki óþekkt, t.d. ef fólk hefur ofnæmi fyrir þeim álsöltum sem eru í bóluefninu. En í þeim tilvikum fær fólk að líkindum líka ofnæmisviðbrögð við öðrum bóluefnum.

 

Og sértu með ofnæmi fyrir eggjum geturðu líka fengið ofnæmisviðbrögð. Inflúensubóluefni eru nefnilega framleidd úr frjóvguðum hænueggjum og því geta verið leifar af eggjaprótínum í bóluefninu.

 

Eggjaofnæmi er fremur sjaldgæft fæðuofnæmi. Oftast verður þess vart hjá litlum börnum, en langflest fólk vex upp úr þessari gerð ofnæmis.

 

Alhliða bóluefni gæti verið í nánd

Með hjálp tölvulíkana hafa vísindamenn fundið fjögur svæði á inflúensuveirum, sem annars vegar eru eins á öllum afbrigðum og taka hins vegar ekki stökkbreytingum.

 

Á þessum grundvelli hefur verið þróað nýtt bóluefni, FLU-v, sem virkjar T-frumur ónæmiskerfisins og beinir þeim að prótínum á einmitt þessum stöðum.

 

Nýja bóluefnið hefur þegar farið í gegnum allmargr klínískar tilraunir á mönnum og sú nýjasta hefur vakið athygli. Hjá 175 þátttakendum í tilrauninni sáu vísindamennirnir marktækt sterkari ónæmissvörun en í lyfleysuhópnum. Þetta ónæmissvar var m.a.s. mælanlegt heilum sex mánuðum eftir bólusetningu.

 

Eftir þessar upplífgandi niðurstöður fer FLU-v nú áfram í frekari tilraunir, sem eiga endanlega að kveða upp úr um það hversu öfluga vörn þetta bóluefni veiti gegn þeim inflúensuveirum sem árlega smita milljónir manna um allan heim.

 

HVE LENGI VARIR FLENSAN?

 

Inflúensa stendur oftast yfir í vikutíma, en eftirköstin geta staðið í margar vikur.

 

Dagur 1-2: Þú smitast af flensu

Atjúú! Einhver í grennd við þig hnerrar án þess að ná að grípa fyrir vitin og hnerrinn skýtur úða út í loftið á meira en 100 km hraða.

 

Í úðadropunum eru veirur í milljónatali og þær svífa út í loftið í leit að næsta fórnarlambi, sem eftir svo sem tvo daga veikist af inflúensu.

 

                                    Þannig smitast inflúensa

Dreifist frá hnerra

Ofboðslegur veirufjöldi yfirgefur hinn sýkta til að auka líkurnar á að ná fótfestu í nýju fórnarlambi. Það geta liðið tveir dagar áður en veikindin koma í ljós.

Ferðast í dropum

Veirurnar ferðast í dropum sem geta borist heilan metra. Sumir droparnir eru örsmáir úðadropar sem geta svifið um klukkustundum saman.

Sýkir nýjan hýsil

Inflúensuveirur koma sér fyrir í öndunarfærum nýja fórnarlambsins þar sem þær fjölga sér í frumum slímhúðarinnar. Hættan á smiti er því alvarlegri sem veirurnar eru fleiri.

 

Dagur 3-7: Veikindagar

Fyrstu viðkomustaður veiranna er í frumum í slímhúð í nefi og hálsi.

 

Veiran yfirtekur framleiðslutæki frumunnar og notar þau til að afrita fleiri eintök af sjálfri sér. Þannig myndast nýjar veirur sem geta dreift sér til annarra frumna neðar í öndunarveginum.

 

Þessi innrás gerist þó ekki baráttulaust.

 

Þegar inflúensuveira kemur að frumu, átta næm prótín á yfirborðinu sig strax á framandi útliti veirunnar.  Prótínin senda viðvörun um árásina inn í frumuna, sem skýtur eiturefnum út.

 

Jafnframt sendir fruman frá sér boð sem virkja hvít blóðkorn í ónæmiskerfinu. Svokallaðar T-frumur og náttúrulega drápsfrumur eitra hina sýktu frumu til að koma í veg fyrir að veiran nái að fjölga sér og dreifa sýkingunni.

 

Hafi líkaminn áður orðið fyrir sama afbrigði inflúensuveiru, á hann þegar í fórum sínum uppskrift að þeim mótefnum sem geta stöðvað veirusýkinguna. En sé veirugerðin óþekkt, stendur baráttan lengur yfir. Þá þarf líkaminn fyrst að finna upp nýtt mótefni sem hentar gegn þessari nýju innarásarveiru.

 

Varnarbaráttan veldur álagi á líkamann og það er einmitt það sem veldur einkennum á borð við nefrennsli, hita og verki. Inflúensuveikindin standa nú yfir.

 

Barátta ónæmiskerfisins við veiruna veldur veikindum líkamans.

Baráttan við inflúensuveiruna veldur einkennum á borð við nefrennsli hósta og hita. Veirurnar þurfa að berjast við ónæmiskerfið áður en þær geta dreift úr sér og valdið útbreiddri sýkingu. Þetta stríð í líkamanum er ástæða flestra sjúkdómseinkennanna.

Vika 2-3: Eftirköst eftir veikindin

Eftir viku hefur ónæmiskerfið yfirleitt ráðið niðurlögum sýkingarinnar.

 

En baráttan hefur skilið eftir sig greinileg spor sem valda því að einkenni á borð við slímhúðarbólgur, liðverkir og þreyta geta varað í tvær vikur.

 

Inflúensuveirurnar valda því líka að líkaminn verður öðrum sjúkdómum auðveld bráð. Þegar frumur ónæmiskerfisins einbeitta sér af alefli að einum óvini – inflúensuveirunum – getur því yfirsést innrás frá öðrum veirum eða bakteríum.

 

Fylgikvillar, t.d. lungnabólga, geta verið lífshættulegir, en meðan á inflúensusýkinginunni stendur geta þær frumur, sem verða fyrir árásum, til viðbótar brugðist við af meiri hörku en efni standa til og losað svo mikið af eiturefnum að úr verði svokallaður cýtókínastormur – sem sagt of ofsafengin viðbrögð ónæmiskerfisins, sem þá minna á mjög harkaleg ofnæmisviðbrögð.

 

Það er einmitt cýtókínastormur sem nú er talinn vera helsta dánarorsök sumra banvænustu inflúensufaraldranna, þeirra á meðal spænsku veikinnar 1918.

 

Hve lengi smitast inflúensa

Inflúensan er smitandi frá því sólarhring áður en þú færð einkenni og þar til 5-6 dögum eftir að þú veiktist.

HVAÐ GAGNAST GEGN INFLÚENSU?

Inflúensa eru veirusjúkdómur og sýklalyf virka því ekki á hana. Sýklalyf nýtast aðeins gegn bakteríusjúkdómum. En í erfiðum tilvikum eru notuð sérstök veirulyf.

 

Í langflestum tilvikum duga þó hvíld, nægur vökvi og hitalækkandi lyf á borð við panódíl.

 

 

Birt 13.11.2021

 

 

 

Charlotte Kjaer

 

 

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

Maðurinn

Hver er sneggsti vöði líkamans?

Maðurinn

Karlhormón styttir ævina

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Menning

Hvers vegna varð kvikmyndin „Casablanca“ svona vinsæl?

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Tækni

140.000 veirur hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Fimm svefntruflanir sem geta komið þér til að kvíða nóttinni

Náttúran

Hvers vegna mala kettir?

Maðurinn

Þvagið segir ýmislegt um heilsu okkar

Maðurinn

Stökkbreytingar valda flötu enni eða stóru nefi

Vinsælast

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Maðurinn

Þess vegna fá sumir fremur marbletti en aðrir

3

Heilsa

Sannleikurinn um kaffi

4

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

5

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

6

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

1

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

2

Saga

Með hverju var þurrkað áður en klósettpappírinn var fundinn upp?

3

Maðurinn

Mikilvægt atriði getur komið í veg fyrir að börn verði nærsýn

4

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

5

Maðurinn

Hvað veldur dauðastjarfa?

6

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Maðurinn

Þetta eru sjö mikilvægustu skilningarvitin

Lifandi Saga

Kveðjuveisla Washingtons endaði með rosalegu fylleríi

Tækni

Ný tækni getur bjargað milljónum frá jarðskjálftum

Alheimurinn

Hvað ef við höfum í raun fengið heimsóknir úr geimnum?

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Lifandi Saga

Hvert flúðu spænskir Gyðingar?

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Púlsmælingar á stærstu skepnu jarðar komu líffræðingum á óvart. Hjarta steypireyðar þarf að skila nánast óvinnandi verki.

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.