Menning og saga

Inkar fituðu börnin fyrir fórnarathöfn

BIRT: 04/11/2014

Fornleifafræði

Rétt eins og nornin í ævintýrinu fitaði Hans og Grétu, sáu Inkarnir til þess að börn – allt niður í sex ára gömul – væru í góðum holdum þegar þau voru færð guðunum að fórn.

 

Fornleifafræðingar við Bradfordháskóla í Bretlandi hafa nú sýnt fram á þetta með nýrri rannsókn.

 

Það voru hárleifar fjögurra barnalíka, sem fundust í Andesfjöllum, sem vísindamennirnir settu í greiningu.

 

Börnin hafa verið á aldrinum 6 – 15 ára þegar þeim var fórnað fyrir meira en 500 árum.

 

Kuldinn hefur svo gert það að verkum að líkin hafa þornað og þannig orðið að vel varðveittum múmíum.

 

Með greiningum á ísótópum í hárinu gátu vísindamennirnir séð hvað börnin höfðu fengið að borða stóran hluta ævinnar.

 

Ísótóp kolefnis, köfnunarefnis, súrefnis og vetnis í fæðunni enda nefnilega í hárinu og eru þar enn greinanleg mörgum öldum síðar.

 

Greiningarnar leiddu í ljós að börnin höfðu lengi lifað að miklu leyti á kartöflum sem voru dæmigerður fátækramatur.

 

En síðasta árið höfðu þau skyndilega fengið mun næringarríkari mat; maís og kjöt af lamadýrum, fæði sem annars var aðeins ætlað yfirstéttinni.

 

Og undir það síðasta voru þau látin drekka maísöl, svonefnt chica, sem deyft hefur skilningarvitin.

 

Ekki er vitað hvers vegna börnin voru fituð fyrir fórnarathöfnina en líklegt má telja að þau hafi bara átt að vera í góðu ásigkomulagi, þegar þau gengu á fund guðanna.

 

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Jörðin

Hvenær var hnettinum skipt í tímabelti?

Maðurinn

Hve mikið gagnamagn rúmast í heilanum?

Lifandi Saga

Fimm heppnustu manneskjur sögunnar

Maðurinn

Fimm ráð vísindamanna til að lífið verði hamingjuríkara

Náttúran

Hvaða rándýr étur flest fólk?

Maðurinn

Með skönnun má spá fyrir um þunglyndi

Heilsa

Er flotsaur til marks um góða heilsu?

Maðurinn

Af hverju sjá sumir drauga en aðrir ekki?

Heilsa

10 matvæli með meira C-vítamín en appelsínur

Maðurinn

Þráhyggja tekur heilann í gíslingu

Alheimurinn

Stjörnufræðingar leita langt eftir svörum: Er líf í alheiminum?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is