Inkarnir voru heilaskurðlæknar

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Fornleifafræði

Fyrir heilum þúsund árum boruðu Suður-Ameríkumenn göt á höfuðkúpuna til að létta þrýstingi af heilanum, t.d. vegna blóðsöfnunar.

 

Fornleifafræðingar við Suður-Connecticut-háskóla og Tulane-háskóla í New Orleans hafa rannsakað 411 höfuðkúpur sem fundust í grafreitum nálægt Guzco í Perú og í furðu mörgum fundust göt.

 

Höfuðkúpurnar sem rannsakaðar voru hafa verið opnaðar á árabilinu 1000 – 1400 e.Kr. og greinilegt er að tæknin hefur tekið framförum á þessu tímabili.

 

Á elstu höfuðkúpunum sáust þess engin merki að sárið hefði tekið að gróa og líklegast að aðgerðin hafi dregið fyrstu sjúklingana til dauða.

 

En engu að síður hefur aðgerðin verið gerð á furðu mörgum. Af þeim 411 höfuðkúpum sem rannsakaðar voru höfðu verið boruð göt í 66.

 

Í sumar höfuðkúpur hafði meira að segja verið borað oftar en einu sinni og á einni sáu vísindamennirnir ummerki eftir sjö aðgerðir.

 

Um 1400 virðast um 90% sjúklinganna hafa lifað af og bólga í sárinu orðin mun sjaldgæfari. Með smyrslum og jurtum sem innihalda efnið saponín, hefur verið unnt að hafa hemil á bólgum. Inkar þekktu líka deyfandi og róandi áhrif kókalaufa og tóbaks og einnig er hugsanlegt að sjúklingarnir hafi verið látnir drekka sig fulla af maísöli fyrir aðgerðina.

 

Skurðlæknarnir forðuðust að opna höfuðkúpuna þar sem hættan var mest og þeir lærðu líka að skafa beinið í stað þess að höggva.

 

Sjúklingarnir hafa að líkindum verið stríðsmenn sem orðið höfðu fyrir höfuðhöggum. Gatið var oft á miðju höfði eða vinstra megin, þar sem rétthentur andstæðingur hefði getað komið að höggi.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is