Ítali teiknaði kort fyrir keisarann í Kína

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Meðal fyrstu Vesturlandabúa sem settust að í Kína var ítalski jesúítinn Matteo Ricci, sem þangað kom í lok 16. aldar. Hann kynnti bæði vísindi og trúarbrögð Vesturlanda við keisarahirðina. Að tillögu Wanlis keisara teiknaði Ricci árið 1602 landakort, hið fyrsta í Kína sem sýndi bæði austrið og vestrið. Á meira en 5 fermetra blað úr viðkvæmum ríspappír teiknaði Ricci öll heimsins lönd. Hann bæði teiknaði einkenni landa og lýsti þeim með orðum og skorti greinilega ekki hugmyndaflug.

 

T.d. kvað hann stórt hérað í Norður-Rússlandi vera byggt dvergum sem ekki væru nema fet á hæð. „Trönur veiða dvergana og þeir þurfa sífellt að leita skjóls í holum“, skrifaði Ricci. En það kom líka fyrir að dvergarnir færu „ríðandi á geitum til að brjóta egg óvinanna“.

 

Samkvæmt korti Riccis voru vesturlandabúar vel að sér í stjörnuspeki og heimspeki og ekki þarf að koma á óvart að Kínverjar væru „frægir fyrir glæsilega menningu“. Auk þess að kunna að sigla milli skers og báru var Ricci dugnaðarforkur og gaf bæði út vísindarit og boðorðin tíu á kínversku. Stofnun keypti hið einstæða heimskort hans fyrir milljón dollara árið 2009.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is