LESTÍMI: 1 MÍNÚTA
Nafn: Járn – úr fornnorsku Iarn
Sætistala: 26 Efnatákn: Fe
Járn er um 6,2% af yfirborði jarðar og þannig fjórða útbreiddasta frumefnið (á eftir súrefni, kísli og áli).
Járn er einnig talið mynda meginhluta kjarna jarðar
Galen sem var læknir í Grikklandi til forna hafði ákveðnar hugmyndir um mikilvægi járnsins en vissi ekki alveg hvernig það virkaði.
Hann skrifaði upp á járnspæni sem var tekinn inn í víni eða vatni til þess að losa um hægðir.
Sem helsta hráefnið í vopnasmíði – og verkfærum hvers konar – hefur járn haft gríðarleg áhrif á nær alla sögu mannkyns.
Lesið meira um lotukerfið
Í hvað er járn notað?
Járn er unnið úr málmgrýti og nýtist ekki síst til þess að framleiða stál. Mismunandi stálgerðir kallast málmblöndur sem auk þess að innihalda járn eru blöndun annarra málmtegunda og jafnvel málmleysingja (einkum kolefnis).
Járn er nauðsynlegt fyrir nánast allar lifandi verur, þar sem það er mikilvægur þáttur í fjölmörgum efnahvörfum og öðrum líffræðilega virkum sameindum – ekki síst blóðrauða sem sér um að flytja súrefni um blóðrásina til allra frumna lífverunnar.
Myndband: Járn
Teymi nemenda við Edinborgarháskóla hafa búið til „Periodic System of Videos“. Hér er dágott myndband þeirra um járn:
Birt: 27.11.2021
LARS THOMAS OG ANDERS BRUUN