Jómfrúarfæðingar ógna erfðabreytileika

Eðlur í dýragörðum eignast unga án mökunar

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Hryggdýr fjölga sér yfirleitt þannig að sáðfruma karldýrs og eggfruma kvendýrs renna saman og verða að nýjum einstaklingum.

 

Þannig tryggir náttúran erfðafræðilega fjölbreytni. Í einstaka tilvikum hefur þó komið fyrir að kvendýr t.d. fiskar eða slöngur, hafi eignast afkvæmi án afskipta karldýrs.

 

En nú hefur það gerst í tveimur breskum dýragörðum að indónesískar komodo-eðlur hafa eignast afkvæmi með “jómfrúrfæðingu”.

 

Vorið 2006 eignaðist eðlan Sungai fjóra unga í dýragarðinum í London, en hún hafði þá ekki komist í snertingu við karldýr í tvö ár. Og í desember 2006 klöktust fimm egg í Chester-dýragarðinum. Móðirin var eðlan Flóra, sem aldrei hafði komist í kynni við karldýr.

 

Erfðagreiningar á eggjum og ungum eðlanna sýndu að allir ungarnir voru aðeins afkvæmi móðurinnar. Þetta fyrirbrigði getur reyndar haft þann kost að kveneðlur geta komið á fót alveg nýjum eðluhóp ef skortur er á karldýrum.

 

Dýrafræðingar hafa á hinn bóginn aldrei fyrr orðið vitni að jómfrúrfæðingum hjá komodo-eðlum og undrun þeirra varð eðlilega ekki minni þegar eðlurnar voru orðnar tvær.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is