Stjörnufræði
Langvinn gammageislun er svo orkurík að hún gæti þurrkað út allt líf af jörðinni. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að svo heppilega vill til að hættan á þessu er nánast alls engin í stjörnuþoku okkar. Með hjálp Hubble-geimsjónaukans hafa stjörnufræðingar ákvarðað uppruna 42 langvarandi gammageisla. Allir reyndust þeir stafa frá risavöxnum sprengistjörnum með minna innihaldi þungra frumefna en stjörnurnar í Vetrarbrautinni.