Kælir hvass vindur loftið?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Þótt hitamælirinn sýni hita yfir frostmarki, getur loftið virst ískalt þegar vindurinn blæs.

 

Ástæðan er þó ekki sú að vindurinn kæli loftið, heldur verða loftskipti við húðina hraðari og hún nær því síður að verma upp loftlagið næst sér. Þetta fyrirbrigði kallast almennt vindkæling.

 

Þegar líkaminn framleiðir hita, flytur blóðið hann til allra líkamshluta. Sé vindstyrkur lítill verða loftskiptin hæg, en þegar hvessir verða loftskiptin við húðina mun hraðari og húðin tapar því meiri hita.

 

Þess vegna finnst okkur loftið kaldara þegar vindurinn blæs. Og áhrifin á líkamann eru svo sannarlega raunveruleg, því hættan á kali eykst með vindhraðanum.

 

Vindkælingin er mælanleg. Kælingarkvarðinn var upphaflega reiknaður út frá tilraunum á áhrifum vinds á sívalninga með heitu vatni, en áhrifin eru nú reiknuð á grundvelli rauntilrauna á mönnum.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is