Lifandi Saga

Karate – bardagi tómrar handar

Núna eru asískar bardagaíþróttir orðnar að keppnisíþróttum. En fyrir ekki svo löngu síðan gat kunnátta í karate og jiu-jitsu varðað muninn á lífi og dauða. Það var eina leið óvopnaðra bænda og munka til að verja sig gegn árásum.

BIRT: 27/08/2021

 

Samúræinn dregur upp hárbeitt sverð sitt og heggur því leiftursnöggt í gegnum loftið. Lipur eins og köttur víkur gamli maðurinn undan því.

 

Furðu lostinn samúræinn, bæði yngri og sterkari en andstæðingurinn, nær ekki að undirbúa sig gegn óvæntri árás.

 

Með hnitmiðuðu sparki kemur gamli maðurinn samúræjanum á hnén og annað högg fellir vígamanninn á jörðina. Á næsta augnabliki er sá gamli kominn yfir óvin sinn og slær hann meðvitundarlausan með öflugu höggi á hálsinn. Bardaginn er yfirstaðinn.

 

Þrautþjálfaðir vígamenn eins og samúræjar gátu ekki alltaf verið öruggir um sigur gegn þeim sem höfðu frá því í barnæsku æft bardagaðferðir eins og karate og jiu-jitsu. 

 

Þróaðist í austur Asíu

Listin að verjast árásum er jafn gömul mannkyni og yfir heim allan og á öllum tímum hefur sá hæfileiki oft varðað skilin milli lífs og dauða. En hvergi var sjálfsvarnartæknin jafn vel þróuð eins og í A-Asíu. 

 

Og það er heldur engin önnur tækni í návígi án vopna sem er jafn þekkt eða goðsagnakennd.

 

Kriger-Karatens-historie.jpg

Hinir japönsku samúræjar herjuðu oft á varnarlausa bændur.

 

Í dag er þessi austurasíska sjálfsvarnartækni orðin að keppnisíþrótt og milljónir manna æfa hana um heim allan. 

 

Einn forkólfurinn í þessari austurasísku bardagatækni hét Bodhidharma og var búddískur munkur. Á fimmtu eða sjöttu öld kom hann til Kína frá Indlandi til að breiða út kenningar sínar.

 

Samkvæmt þjóðsögunni gekk trúboð hans ekki sérlega vel því fyrirlestrar hans þóttu svo leiðinlegir að lærlingarnir sofnuðu einatt þegar þeir áttu að hugleiða. Til þess að halda nemendum sínum vakandi innleiddi Bodhidharma líkamsæfingar og með harðri þjálfun öðluðust munkarnir frábæra eiginleika til að stjórna vöðvum líkamans.

 

Sagt er að allar asískar bardagalistir séu upprunnar í Shaolin-klaustrinu í hinu kínverska Henan-héraði. Málverk í klaustrinu sýna munka í miðjum kung-fu bardaga. Þeir hófust fyrir meira en 1.500 árum. 

 

Upp úr þessum æfingum spruttu sjálfsvarnaríþróttir og er karate ein sú þekktasta þeirra. 

 

Uppruna karate má rekja til eyjarinnar Okinawa en vegna hernaðarlegs mikilvægis hennar í austur kínverska hafinu var sífellt verið að ráðast inn í hana. Á sautjándu öld hernámu Japanar eyjuna og þá var fyrirskipað að einungis samúræjar mættu bera vopn. 

 

Karate sem var undir miklum áhrifum frá sjálfsvarnaríþróttum frá Kína, varð á þessum tíma aðferð bænda og búaliðs til að verjast gegn fjandsamlegum árásum samúræja.

 

Leynileg kennsla

Það er ekki að finna miklar upplýsingar um hvenær þessi vopnlausa varnaraðferð (nafnið kemur frá kara og te, japönsku orðunum fyrir „tóm hönd“) þróaðist. Það stafar m.a. af því að stór hluti ritaðra heimilda um tæknina eyðilagðist undir lok síðari heimsstyrjaldar, þegar Bandaríkjamenn og Japanar börðust heiftarlega á eyjunni. 

 

Hersar á Okinawa litu slíkar æfingar hornauga og því var karate nokkuð sem var kennt með mikilli leynd af meistara (sensei) til lærlings (deshi). 

 

Í karate- og ninjakvikmyndum má oft sjá hvernig kapparnir drepa andstæðinginn með einu höggi eða svipta hann rænu með því að þrýsta á sérstaka taugapunkta. Þetta er ekki fjarri raunveruleikanum.

 

Launmorð voru algeng og ef einhver sýndi ógnandi hegðun á röngum stað eða í röngum aðstæðum gátu lífverðirnir auðveldlega túlkað það sem yfirvofandi hættu fyrir herra sinn.

Sá sem hafði lært jiu-jitsu var sérfræðingur í mismunandi tökum og í því að láta andstæðinginn missa meðvitund með ýmsum brögðum á fáeinum sekúndum. 

 

Jiu-jitsu var þróað af samuræjum og þar var meiri áhersla lögð á köst og tök, ólíkt höggum og stökkum í karate – sem sjaldnast voru skilvirk gegn brynjuðum andstæðingi. 

 

Margir jiu-jitsu meistarar bjuggu yfir meira en bara því að geta gripið menn tökum og kastað þeim. Þeir þekktu einnig bestu leiðina til að stinga augun út úr andstæðingnum eða hvernig mætti sem skilvirkast fara með bæði hnífa, keðjur og önnur vopn.

 

Þetta voru eiginleikar sem gerði jiu-jitsu meistara að eftirsóttum hermönnum og lífvörðum við hof stríðsherranna. 

 

Í Japan var áður fyrr afar fastmótað lénsveldi. Á tímabilum var landinu stýrt af keisara, á öðrum tímum var það í reynd æðsti herforinginn – svonefndur shogun – sem var við völd.

 

Við þetta bættist löng röð af lægra settum stríðsherrum sem allir voru með sína hirð. 

 

Austurasískar bardagaíþróttir

Það fyrirfinnast margar ólíkar sjálfsvarnarhefðir með austurasískan uppruna.

Hér eru nokkrar þeirra: 

 

Wushu – sameiginleg heiti fyrir mismunandi kínverskar bardagaíþróttir, t.d. kung-fu (frá 3. öld).

 

Karate – japönsk íþrótt fyrir návígi með spörkum og höggum (þekkt frá 5. öld) 

 

Jiu-jitsu – japönsk varnaríþrótt þar sem mikið er um tök og köst. (8.öld)

 

Thaibox – bardagaíþrótt frá Tælandi þar sem högg, spörk, kné og olnbogar er notað (16.öld)

 

Kendo – japönsk bardagatækni sem er núna æfð með bambusstöfum (17.öld)

 

Taikwondo – bardagaíþrótt frá Kóreu þar sem spörk ráða mestu (1945). 

 

 

Launmorð voru alvanaleg

Launmorð voru algeng og ef einhver sýndi ógnandi hegðun á röngum stað eða í röngum aðstæðum gátu lífverðirnir auðveldlega túlkað það sem yfirvofandi hættu fyrir herra sinn. En til þess að forðast diplómatíska skandala voru lífverðirnir þjálfaðir í að nota árangursríkustu tökin til að ráða niðurlögum andstæðings síns án þess að skaða hann.

 

Ef óvinurinn reyndist hins vegar vera mjög ógnandi gat það farið svo að lífverðirnir myndu einfaldlega drepa hann.

 

Bardagatæknin breyttist í takt við þróun samfélagsins. Á friðartímum voru sýningar algengar þar sem enginn meiddist – dálítið eins og burtfararkeppnir á miðöldum í Evrópu. 

 

Þegar stríð geisuðu var gripið til banvænni aðferða við að afvopna andstæðinginn. Maður getur ímyndað sér að það hafi verið á slíkum tímum sem jiu-jitsu kastið kikko gaeshi („snúa skjaldbökunni“) sá dagsins ljós.

 

Þetta gæti virst vera eins og einhver leikur en með réttri tækni var þetta banvænt bragð þar sem það gekk út á að snúa andstæðingnum á hvolf og keyra höfuð hans niður í jörðina. 

 

Bruce Lee sló í gegn í myndinni „Fist of Fury“ frá árinu 1972. 

Mesta kung-fu stjarna heims 

Upp úr 1970 kom fram ný gerð kvikmynda, kung-fu kvikmyndir. Fyrsta myndin kom frá Hong Kong og hvorki handrit, leikarar né tækniúrvinnsla þóttu vera af miklum gæðum.

 

En myndirnar urðu samt gríðarlega vinsælar og Hollywood apaði eftir þeim. 

 

Hinn kínversk-bandaríski Bruce Lee sem fæddist í San Fransisco og óx upp í Hong Kong, var vinsælasta stjarnan. Hann lék aðalhlutverk í sígildum myndum sem voru framleiddar í Hong Kong eins og Fists of Fury og Way of the Dragon. 

 

Hvað Bruce Lee var fær um að gera eða ekki gera með sínum vel þjálfaða líkama er orðið að eins konar þjóðsögn.

 

Menn héldu því fram að hann væri svo snöggur, að hann gæti gripið hrísgrjón sem var kastað í loft upp með matarprjónum – og hann var fær um að mölva þykkar tréplötur með berum hnefum.

 

Bruce Lee dó í júlí 1973, sex dögum fyrir frumsýningu á Enter the Dragon sem er vafalítið þekktasta mynd hans. 

 

Stofnaði eigin karateskóla

Maðurinn á bak við karate nútímans hét Gichin Funakoshi (1868 – 1957). Hann tók ungur að æfa karate á heimaeyju sinni Okinawa og stofnaði eigin skóla í upphafi 20. aldar sem breiddist síðan út á næstu áratugum til annarra stórborga í Japan. 

 

Hans gerð af karate var þekkt sem shotokan-karate og einkenndist af mikilli tæknilegri kunnáttu. Einnig grundvallaðist þessi karateskóli mikið á alls konar varnaraðferðum. 

 

Japan var lengi lokuð þjóð sem er ein ástæða þess að það var ekki fyrr en um miðja 20. öld sem þessi nýja sjálfsvarnaraðferð breiddist út til Vesturlanda.

 

Eftir lok síðari heimsstyrjaldar sneru margir bandarískir hermenn heim með karatekunnáttu sína í farteskinu.

 

Fáeinum árum síðar spruttu upp svonefnd dojo eða æfingasalir í nánast öllum bandarískum stórborgum. 

 

Árið 1940 bauð SS-foringinn Heinrich Himmler norskum lögreglumönnum í námsferð til Þýskalands. Þar fengu lögreglumennirnir sýnikennslu á hinu nýja vopni þýskra kollega þeirra, jiu-jitsu. 

Karate á Íslandi

Karate barst til Íslands upp úr 1970 og Karatefélag Reykjavíkur var stofnað árið 1973.

 

Það er jafnframt fyrsta karatefélagið hérlendis.

 

Þegar karate hafði breiðst út um Norðurlönd upp úr 1980 var fyrst og fremst litið á það sem ofbeldisfulla íþrótt og var talið að það væru mestmegnis pörupiltar á refilstigum sem æfðu sjálfsvarnaraðferðina til að hrella almenna borgara. 

 

Slík gagnrýni fjaraði smám saman út og ein ástæða fyrir því hvað karate hefur verið farsæl íþrótt er að þjálfun hennar felur í sér mikla samhæfingu hugar og handa sem næst einungis með mikilli þjálfun. 

 

Nú má jafnvel sjá dæmi þess hvernig ýmsir læknar ráðleggja sjúklingum sínum að stunda karate meðfram lyfjameðferð til þess að skerpa einbeitingu sína og líkamsatgervi og jafnvel til þess að stilla verki – nokkuð sem er í hrópandi mótsögn við hvernig bardagaíþrótt þessi var notuð á Okinawa fyrir 400 árum.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Læknisfræði

Nýtt lyf við getuleysi: Eitruð könguló getur bjargað kynlífi þínu 

Alheimurinn

Ofurleiðaraefni að finna í loftsteinum

Lifandi Saga

Krossferðaherinn sigraður með timburvögnum

Lifandi Saga

Kína verður aldrei aftur auðmýkt

Tækni

Hvers vegna sofum við?

Heilsa

Létt þjálfun er áhrifaríkari

Maðurinn

Fimm hollráð vísindamanna: Þannig má breyta leiða í styrk

Tækni

Sólarsellur flytja út í geim 

Heilsa

Algengt meðferðarúrræði fyrir konur á breytingaskeiði er talið hafa í för með sér alvarlegar aukaverkanir

Maðurinn

Er skaðlegt að halda sér vakandi alla nóttina?

Heilsa

Yfirsýn: Svona bjargar blóðið þér

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is