Náttúran

Klædd fyrir -30 °C

Þegar Vetur konungur herðir tök sín eftir stutt sumar tekur heljarkuldinn völdin og hitastigið getur farið niður fyrir 30 mínusgráður. Næstum enga fæðu er að fá og það er illskiljanlegt að lifandi verur geti þrifist hér. En þökk sé feldi sem er hundrað sinnum hlýrri en ull og drjúgum fituforða frá liðnu sumri getur sauðnautið lifað af svo öfgafullar aðstæður.

BIRT: 04/11/2014

Sauðnaut (moskusuxi) er eitt af einkennisdýrum heimsskautsins.

 

Um árþúsundir hefur það lifað á mörkum þess sem menn telja mögulegt fyrir lifandi verur. Í fimbulkulda og með takmarkaðan aðgang að æti.

 

Sauðnaut eru að jafnaði um 2 metrar á lengd, allt að 1,5 metri á herðakamb og fullorðnir tarfar geta vegið meira en 400 kg. Feldur þeirra er afar grófur og langhærður og hjá gömlum dýrum dregst hann jafnan eftir jörðu.

 

Bæði tarfar og kýr hafa sveigð horn með mikla ennisplötu, sem getur náð 20 sm þykkt hjá karldýrunum. Nafnið moskusuxi er annars misvísandi. Dýrin hafa enga moskuskirtla og anga því ekki af moskus. Þrátt fyrir útlitið og geigvænleg hornin eru sauðnaut fjarskyld uxum. Nánustu ættingjar þeirra eru hins vegar fé og geitur.

 

Sauðnaut eru ekki svona riðvaxin af ástæðulausu. Þau hafa öðrum fremur aðlagað sig að harðneskjulegu lífinu í heimsskautakuldanum og hvert einasta smáatriði á sína orsök. Þeir hafa þéttan, tunnulaga skrokk og stutta þykka fætur.

 

Halinn er afar lítill og þakinn þykkum feldi. Eyrun eru einnig stutt. Þessa líkamsgerð einkennir líka önnur heimsskautadýr, enda skiptir sköpum fyrir þau öll að viðhalda hitanum sem best þau mega.

 

Helsta vopn sauðnautanna í baráttunni við kuldann er hinn óvenju þykki og einangrandi feldur sem samanstendur af tveimur hárgerðum: Ytra togi þar sem einstök hár eru allt að 15 sm löng, og þéttu fjaðurkenndu innra þeli sem viðheldur einangrandi loftrými nærri húðinni. Ytri feldurinn virkar sem vörn gegn vindi, úrkomu og skordýrum. Hárin þar vaxa stöðugt, enda er þeirra þörf árið um kring. En á haustin fellur allur innri þelfeldurinn út í gegnum ytri hárin og nýtt mjúkt þellag vex fram.

 

Safna má lögðunum saman úr þelinu úti í náttúrunni og spinna afar verðmæta gerð af ullargarni sem nefnist quviit.

 

Sauðnautaull er hundrað sinnum hlýrri en fínasta kindaull og verðmæt söluvara í mörgum löndum – t.d. sem einangrun í bestu vetrarklæðum og í afar fínni merkjavöru. Í bæði Kanada og Alaska hafa menn reynt að ala moskusuxa til að nýta ull þeirra. Umfang slíkra tilrauna er þó ekki mikið enda vaxa dýrin hægt og gefa ekki mikið af quviit.

 

Sauðnaut eru nú á dögum útbreidd í freðmýrunum á heimsskautasvæðum norðan skógarbeltisins. Upprunalega var þau að finna í kringum allan heimsskautsbauginn en fyrir um 2.000 árum hurfu þau alveg úr Síberíu – mögulega vegna ofveiði en einnig gætu loftslagsbreytingar haft sitt að segja.

 

Í seinni tíð takmarkaðist útbreiðsla sauðnauta við norðurhluta Kanada og N- og NA-Grænland.

 

Fram á 19. öld mátti finna sauðnaut í Alaska en þeim var útrýmt þaðan, fyrst og fremst með ofveiði.

 

Þar sem stofninn telur nú um 100 þúsund dýr telst hann ekki í mikilli hættu. Engu að síður hafa menn flutt dýrin til nýrra svæða, einkum frá grænlenska stofninum og komið þeim fyrir þar sem tegundina var áður að finna eða þar sem menn telja að megi nýta dýrin.

 

Bestur árangur hefur náðst í V-Grænlandi þar sem fyrstu dýrunum var sleppt árið 1963. Ekki er vitað hvers vegna sauðnaut hafa aldrei dafnað náttúrulega í þessum hluta Grænlands.

 

Mögulegt er að sjógengnir skriðjöklar hafi tálmað för þeirra en það er ekki vitað með vissu. Markmiðið með sleppingunni er að dýrin geti verið aukaveiðibráð fyrir íbúa þar um slóðir. Stofninn er nú svo stór að úthlutað er kvóta af dýrum sem má skjóta. Kjötið er nýtt til matar og ullin í garn og klæðagerð. Mesta gagnið er þó að margir ferðamenn laðast að, einkum til Kangerlussuaq. Þar eru skipulagðar sérstakar ferðir þar sem gestir fá einstakt tækifæri til að upplifa þessi mikilúðlegu dýr.

 

Maðurinn

Við getum lifað án heilastofns

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Náttúran

Vísindamenn kortleggja nú heimshöfin

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

Lifandi Saga

Af hvaða kynstofni var Kleópatra?

Lifandi Saga

Kitty var Kim Kardashian 18. aldar

Heilsa

Bakteríurnar þrífast vel í handklæðinu þínu

NÝJASTA NÝTT

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

Maðurinn

Eru fingraför óhjákvæmilega ólík?

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Læknisfræði

Hversu gamalt er Viagra?

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Menning

Þess vegna verða konur þreyttar á (sumum) körlum

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Náttúran

Í frysti frá dánarstund

Heilsa

Hinn týndi hlekkur milli krabbameins og mataræðis ef til vill fundinn

Heilsa

Vísindamenn: Miklir kostir þess að nota stigann frekar en lyftuna.

Spurningar og svör

Er ekki bara hægt að lyfta Títanic upp á yfirborðið?

Lifandi Saga

60 aðalsmenn drukknuðu í skít

Vinsælast

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Heilsa

41 næringarríkustu fæðutegundir jarðar

4

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

5

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

6

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

1

Maðurinn

Ný rannsókn: Áhrif framhjálds á konur koma á óvart

2

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

3

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

4

Maðurinn

Hve lengi hefur krabbamein hrjáð mannkynið?

5

Maðurinn

Úmamí – fimmta frumbragðtegundin

6

Maðurinn

Frestar þú leiðinlegum verkefnum? Samkvæmt vísindamönnum er það slæm hugmynd

Alheimurinn

Hin dulda hlið tunglsins

Náttúran

Hver er hæsta tala sem hefur fengið nafn?

Náttúran

Taumhald á gróðureldum: Skógareldar

Lifandi Saga

7 óviðeigandi brandarar frá fornöld

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

Lifandi Saga

Kjarnorkubrjálæðingar kalda stríðstímans

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Vísindamenn telja líkurnar á að deyja úr sjúkdómnum minnki með neyslu þessarar fitutegundar frekar en t.d. majónesi.

Heilsa

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is