Kolefni: Þúsundþjalasmiður náttúrunnar

Kolefni er eitt mikilvægasta frumefnið og á þátt í aragrúa efnasambanda, allt frá DNA yfir í demanta.

BIRT: 03/06/2023

LESTÍMI:

< 1 mínútur

 

Nafn: Kolefni – úr latínu „carbo“ (trékol)

Sætistala: 6

Efnatákn: C

 

Það er erfitt að gera sér í hugarlund frumefni sem finnst í fleiri mismunandi útgáfum en kolefni. Grafít, kol og demantar samanstanda af hreinu kolefni.

 

Þýski bærinn Nördlingen er byggður úr steinum sem innihalda milljónir af demöntum sem mynduðust við árekstur loftsteins fyrir 15 milljón árum.

 

Krafturinn í árekstrinum var nægjanlega mikill til að umbreyta grafíti í jörðinni í demanta. Jarðfræðingar telja að árekstrarstaðurinn hafi að geyma minnst 72.000 tonn af demöntum. 

 

Því miður er enginn þeirra stærri en 0,2 mm í þvermál þannig að ekki er hægt að hagnast á vinnslu þeirra.

 

Lesið meira um lotukerfið

 

Í hvað er kolefni notað?

Kolefni á þátt í aragrúa lífrænna og ólífrænna efnasambanda.

 

Kolefni hefur meðal annars þann eiginleika að það getur tengst öðrum kolefnisfrumeindum og myndað flóknar sameindir sem mynda langar keðjur og hringi í ótal tilbrigðum. Demantar, kol og grafít eru dæmi um kolefnasambönd með ákaflega ólíka eiginleika.

 

Kolefni er einnig mikilvægur þáttur í nanó-tækni og má þar nefna nanórör úr kolefni en það er afar sterkt efnasamband sem getur leitt rafmagn.

 

Kolefni er byggingarsteinn lífsins

En kolefni tengist gjarnan öðrum efnum eins og t.d. súrefni, vetni, köfnunarefni, fosfóri og brennisteini og er því nauðsynlegur þáttur í fjölmörgum efnasamböndum sem við tengjum við líf: DNA, prótín og kolvetni.

 

Myndband: Kolefnishringrásin og loftslag

Kolefni finnst nánast alls staðar í náttúrunni: Í úthöfunum, andrúmsloftinu og í jarðgrunninum, þar sem það á m.a. þátt sem koltvísýringur í kolefnishringrásinni.

 

Jafnvægið í kolefnishringrásinni á ríkan þátt í ástandi loftslags jarðar – og hefur þannig mikil áhrif á loftslagsbreytingar.

 

Þú getur séð meira um það í þessu myndbandi:

BIRT: 03/06/2023

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is