Koltrefjar eru undravert efni og notað í orrustuflaugar, mótorhjól og ofurbíla og nú er röðin komin að heimilistækjum.
Fyrirtækið Dyson vinnur að gerð ryksugu sem er að hluta til útbúin úr fágætum efnum. En Dyson nýtir ekki koltrefjarnar til að gera ryksuguna léttari. Koltrefjarnar eru nýttar vegna eiginleika þeirra gagnvart stöðurafmagni. Þær er að finna í burstanum þannig að ryksugan dragi betur í sig rykið.