Komododrekinn með fullkomna bittækni

Eðlan leggur stór dýr þrátt fyrir vöðvarýra kjálka

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Líffræði

Komododrekinn er stærsta eðla á jarðarkringlunni og ógnvekjandi rándýr sem lagt getur jafnvel stóra bráð að velli.

 

Nú sýna hins vegar nýjar rannsóknir við háskólann í Nýja Suður-Wales að bitstyrkur eðlunnar er ekki mikill.

 

Ef styrkur bitsins væri allt sem máli skipti, væri þessi eðla illa sett og gæti þá aðeins lagt að velli smærri dýr, en ekki t.d. kýr eða geitur. Höfuðkúpa eðlunnar er sem sé afar létt og kjálkavöðvarnir fremur vöðvarýrir.

 

Ástæða þess að eðlan skuli engu að síður geta lagt stærri dýr að velli felst í 60 hárbeittum tönnum og vel þróuðum vöðvum aftast í höfðinu, ásamt hæfni til að halda takinu.

 

Saman gerir þetta eðlunni fært að drepa bráðina án mikillar fyrirhafnar. Við rannsókn sína beittu vísindamennirnir aðferðum sem annars eru helst notaðar við rannsóknir á bílum, lestum og flugvélum.

 

Niðurstaðan er sú að komododrekinn nýti sér sambland ýmissa best heppnuðu eiginleika hákarla og ráneðla að því er varðar tennur og bittækni.

 

Þetta vel heppnaða bit er líklega ástæða þess að komododrekinn skuli hafa haldið velli í meira en 100 milljónir ára.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is