Líffræði
Komododrekinn er stærsta eðla á jarðarkringlunni og ógnvekjandi rándýr sem lagt getur jafnvel stóra bráð að velli.
Nú sýna hins vegar nýjar rannsóknir við háskólann í Nýja Suður-Wales að bitstyrkur eðlunnar er ekki mikill.
Ef styrkur bitsins væri allt sem máli skipti, væri þessi eðla illa sett og gæti þá aðeins lagt að velli smærri dýr, en ekki t.d. kýr eða geitur. Höfuðkúpa eðlunnar er sem sé afar létt og kjálkavöðvarnir fremur vöðvarýrir.
Ástæða þess að eðlan skuli engu að síður geta lagt stærri dýr að velli felst í 60 hárbeittum tönnum og vel þróuðum vöðvum aftast í höfðinu, ásamt hæfni til að halda takinu.
Saman gerir þetta eðlunni fært að drepa bráðina án mikillar fyrirhafnar. Við rannsókn sína beittu vísindamennirnir aðferðum sem annars eru helst notaðar við rannsóknir á bílum, lestum og flugvélum.
Niðurstaðan er sú að komododrekinn nýti sér sambland ýmissa best heppnuðu eiginleika hákarla og ráneðla að því er varðar tennur og bittækni.
Þetta vel heppnaða bit er líklega ástæða þess að komododrekinn skuli hafa haldið velli í meira en 100 milljónir ára.