Rafmagnstækin héldu fyrir alvöru innreið sína á heimilin upp úr miðri 20. öld og þá einkum til að létta húsmæðrum heimilisstörfin. Þess auglýsing er frá því upp úr 1960 og sýnir hversu glöð frúin verður ef eiginmaðurinn bara gefur henni hrærivél af merkinu „Chef“. Svo glöð verður konan yfir gjöf bónda síns að hún hefur á augabragði töfrað fram alls kyns kræsingar og drykki handa honum.