Köngulær kela líka

Nota ummyndaða fætur til að láta vel að nánum ættingjum

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Líffræði

Sumar köngulær láta vel að móður sinni og systkinum og halda þannig nánu sambandi. Þetta hafa bandarískir vísindamenn við Cornell-háskóla nú uppgötvað.

 

Vísindamennirnir rannsökuðu tvær tegundir, Phrynus marginemaculatus, sem er algeng í Flórída og svo miklu stórvaxnari tegund, Damon diadema, sem lifir í Tansaníu og Kenýu.

 

Báðar tegundirnar eru svonefndar fálmaraköngulær sem eru frábrugðnar öðrum köngulóm að því leyti að þær nota aðeins sex af átta fótum til að ganga. Tveir fætur hafa þróast í eins konar fálmara sem nota má til að rannsaka umhverfið.

 

Í glerbúrum rannsóknastofunnar sýndu báðar tegundirnar greinilega félagslega hegðun.

 

Einkum var náið samneyti milli systkina og mæðra. Oft sat móðirin með unga sína í kringum sig og strauk þeim bæði um kroppinn og fálmarana með sínum eigin fálmurum. Ungar af annarri tegundinni endurguldu meira að segja þessar strokur og hið nána samneyti hélt áfram eftir að ungarnir voru orðnir kynþroska.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is