Maðurinn

Kórónuveiran: Þess vegna verður handabandið að kveðja

Við heilsumst kurteislega og innsiglum samninga með traustu handabandi. Handabandið er aftur á móti algengur smitberi. Vísindamenn hafa löngum óskað þess að handsnerting þessi hyrfi með öllu og nú er ekki útilokað að óskir þeirra rætist.

BIRT: 20/05/2020

Barnsfarasótt orsakaði mikinn vanda árið 1842. Læknirinn og örverufræðingurinn dr. Oliver Wendell Holmes, komst að raun um að sóttin stafaði af keðjusýklasmiti (streptókokkasmiti) sem barst frá sjúkrahúslæknum og slælegum handþvotti þeirra.

Þó svo að vísindamenn hafi haldið því fram í rösklega hálfa öld að vafasöm blanda örvera geti leynst á höndum okkar hikum við ekki við að rétta hvert öðru höndina, líkt og hefur þekkst frá því að Ilíonskviða Hómers var samin um 700 árum fyrir Krist.

Nú má hins vegar segja að Covid-19 hafi gert hlé á öllu þessu handaskaki og ýmsir vísindamenn binda vonir við að við munum leggja þennan leiða ávana af um aldur og ævi – og hvetja beinlínis til þess.

Lófinn er örveruskrímsli

Upp í nefið. Niður á símann. Kringum augnkrókana. Inn í eyrað. Aðeins á milli tannanna og að lokum til að bjóða kurteislega góðan dag hverjum þeim sem á vegi okkar verður.

Auk þess að gagnast fyrir traust handaband felur höndin að meðaltali í sér 3.200 gerla af 150 ólíkum tegundum, ef marka má rannsókn sem gerð var við háskólann í Colorado árið 2008 en í rannsókn þessari var stuðst við 102 mennskar hendur.

Vísindamennirnir komust jafnframt að raun um að örverumagnið var hartnær hundraðfalt meira í lófum fólks en annars staðar á húðinni.

Skýringin kann að vera fólgin í því að 15 prósent karla og sjö prósent kvenna þvo ekki hendurnar eftir salernisferðir. Þetta kom í ljós í rannsókn einni sem gerð var árið 2013 við Michigan State háskólann en þátttakendur í henni voru alls 3.749.

Af þeim körlum sem þvo hendurnar notaði einungis helmingurinn sápu. Ríflega fimmta hver kona sleppti sápunni.

Þess vegna gagnast sápa vel gegn kórónuveiru

Sápusameindir hafa sömu lögun og halakörtur og þetta veldur eilífri ringulreið. Höfuð sameindanna eru vatnssækin og halarnir vatnsfælnir. Þetta gerir það að verkum að sápusameindin er vatnssækin og vatnsfælin í senn sem þýðir að hún leysist upp í vatni.

Sökum þess að sápusameindin sækist eftir að gera tvennt í einu myndast löður þegar við þvoum okkur um hendurnar. Þetta gerir okkur kleift að losna við SARS-Cov-2-agnir sem kunna að hafa safnast á hendur okkar.

Vatnssameindin laðar að sér vatnssækið höfuð sápusameindarinnar sökum samgildra, skautaðra tengjanna. Þetta táknar að höfuðið leysist upp. Jafnframt þessu hefur vatnsfælinn halinn fundið sér nýjan maka en með því er átt við fituhimnu kórónuveirunnar.

Halinn grefur sig inn í veiruögnina, líkt og nál sem stungið er inn í blöðru. Nál þessi er alveg óhagganleg. Vesalings ringlaða sápusameindin sem vatn einnig laðar að sér, rífur og tætir í veiruögnina, með þeim afleiðingum að hún leysist að lokum upp og eyðist.

Handaband sendir Covid-19 áfram

Veiran SARS-Cov-2 sem veldur sjúkdómnum Covid-19, berst með dropasmiti.

Einn stakur hósti eða hnerri dreifir allt að 3.000 dropum úr nefi eða munni.

Í þessum örsmáu dropum sem eru 1-5 míkrómetrar að stærð, geta borist frá Covid-19-sjúklingum tugþúsundir kórónuveiruagna sem lent geta á höndum annarra eða þá á yfirborði þar sem agnirnar geta lifað áfram og í versta falli smitað aðra.

Veiruagnirnar geta lifað sólarhringum saman á sléttu yfirborði: á pappa í einn sólarhring en heila þrjá sólarhringa á ryðfríu stáli eða plasti.

Við getum ekki hætt að fitla og þefa

Covid-19 smitast gjarnan gegnum slímhúð í munni, nefi eða augum, þ.e. líkamshlutum sem við stöðugt erum að fitla við.

Við snertum í raun réttri á okkur andlitið alls 23 sinnum á klukkustund og í 44% tilvika verður bein snerting við slímhúð, ef marka má rannsókn sem birtist árið 2015 í vísindatímaritinu American Journal of Infection Control.

Oft þefum við enn fremur af fingrum okkar, einkum eftir að hafa heilsað öðrum með handabandi.

Þessu komst teymi vísindamanna við Weizmann Institute of Science í Ísrael að raun um árið 2015 þegar þeir kvikmynduðu 280 þátttakendur tilraunar einnar með falinni myndavél en um var að ræða lið í rannsókn á því hvernig við yfirfærum félagslegar upplýsingar hvert til annars með efnasamböndum, það sem á ensku kallast chemosignaling.

Þátttakendunum var komið fyrir í rými þar sem einn vísindamannanna bauð þá velkomna, ýmist MEÐ handabandi eða ÁN.

Áður en til þess kom að heilsast með handabandi höfðu þátttakendur rannsóknarinnar, bæði menn og konur, haft höndina upp við nefið alls 22% tímans.

Það vakti furðu að þátttakendurnir þefuðu að meðaltali helmingi lengur af hendinni sem þeir höfðu heilsað með ef einstaklingur af sama kyni hafði heilsað þeim.

„Við ættum alfarið að hætta að heilsast með bandabandi“

Ofur eðlilegt er að við þefum af fingrum okkar eftir handtak til að kynnast mótherjanum betur eða þá snertum andlit okkar en þannig losnar úr læðingi þægindahormónið oxýtósín.

Þegar svo þessar rótgrónu venjur sameinast föstu handtaki getum við lent í vanda. Þetta tókst dr. Oliver Wendell Holmes að sýna fram á árið 1842 og á síðustu árum hefur sífellt komið betur í ljós að hann hafði á réttu að standa.

Árið 2015 mæltu bandarískir læknar beinlínis með því í vísindatímaritinu The Journal of the American Medical Association að bannað yrði að heilsast með handabandi á sjúkrahúsum. Fyrir vikið er víðs vegar um heim að finna handabandsfrí svæði á sjúkrahúsum.

Fyrir skemmstu var haft eftir sóttvarnalækni Bandaríkjanna, Anthony Fauci, í dagblaðinu The Wall Street Journal: „Satt best að segja, finnst mér að við ættum að steinhætta að heilsast með handabandi“.

Þannig mætti heilsast án snertingar

Handabandið er í hættu en hvað gerum við ef við viljum áfram heilsast kurteislega án snertingar? Hér eru nokkur ráð:

*Namaste: Kveðja að hætti hindúa sem fer þannig fram að við beygjum okkur fram og látum lófa okkar snertast rétt undir hökunni.

*Að hermannasið: Hefðbundin hermannakveðja þar sem hægri hönd er færð upp að gagnauga eða enni.

*Low five með fótunum: Í stað þess að heilsast með high five með höndunum hreyfir þú fótlegginn út á við og lætur fót þinn snerta fót vinarins.

*Olnbogaskot: Mjög vinsælt í kórónufárinu, þar sem olnbogi þinn snertir olnboga vinarins.

*Kinka kolli og horfast í augu: Þetta þykir kurteislegt og smitar engan.

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Náttúran

Ljós ruglar viðbrögð skordýranna

Jörðin

Maðurinn hefur breytt möndulhalla jarðar

Náttúran

Topp 5: Af hvaða dýrum er mestur fjöldi?

NÝJASTA NÝTT

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Lifandi Saga

Flugmóðurskip úr sagi og ís átti að brjóta kafbáta Þjóðverjanna á bak aftur

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

Lifandi Saga

Samkynhneigður sjónvarpsleikari skáldaði upp sögur um eiginkonur

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

Alheimurinn

Þrisvar sinnum stærra en Everestfjall: Goshalastjarna gæti brátt sést á himni í fyrsta sinn í 70 ár

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Alheimurinn

Stjarna breytir sér í demant

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Náttúran

Hversu lengi getur könguló lifað af í ryksugupokanum?

Maðurinn

Líkami þinn lifir eftir dauðann

Maðurinn

Hvers vegna þola sumir ekki kóríander?

Heilsa

Bakteríur í blóði auka þyngdina

Maðurinn

Svefnleysi skaðar þarmana

Vinsælast

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Þessir einstaklingar eru í minni hættu á að greinast með heilabilun

4

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

5

Maðurinn

3 ókostir við greind

6

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

1

Menning og saga

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

2

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

3

Maðurinn

Hvernig myndast krabbamein?

4

Maðurinn

3 ókostir við greind

5

Maðurinn

Er skaðlegt að halda aftur af hnerra?

6

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

Rannsókn: Greinileg merki um framhjáhald.

Lifandi Saga

Þess vegna trúa milljónir á mýtuna: Barnaníðingar djöfulsins 

Vísindamenn

Stærðfræðisnillingur fann upp tölvuna

Heilsa

Þess vegna ættir þú alltaf að setja klósettlokið niður áður en þú sturtar

Lifandi Saga

Edmund Kemper: Hrottafenginn raðmorðingi var vinur lögreglunnar

Lifandi Saga

Hver fékk fyrsta rauða spjaldið?

Lifandi Saga

Hvert var banamein Elvis Presleys?

Maðurinn

Angistargenið er nú fundið

Náttúran

Glæpir borga sig

Náttúran

Af hverju límist lím ekki við innra byrði túbunnar?

Maðurinn

Vísindamenn hafa komist að rót mannvonskunnar: Fræðist um verstu hliðar ykkar

Lifandi Saga

Refsiföngum í síðari heimsstyrjöldinni fórnað 

Svona myndi kjarnorkustríð hafa áhrif á heiminn

Jafnvel þótt aðeins minnstu kjarnorkuveldin tækju upp á því að nota vopnabúrið sitt hefði það alvarlegar afleiðingar fyrir plánetuna okkar. Lítil ísöld skapaðist, uppskerubrestur yrði um heim allan og baráttan um fæðuna myndi hefjast.

Menning og saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.