Ástralskur krabbi notar litsterka bláa bakskel til samskipta við aðra krabba sömu tegundar. En nú hafa dýrafræðingar uppgötvað að þessir krabbar geta breytt litnum á skelinni. Hún verður gráleit þannig að krabbarnir falla vel í inn í umhverfið þegar soltnir ránfuglar eru á sveimi í kring.