Öldungadeildarþingmenn Rómar komu saman árið 63 f.Kr. til að ræða nýafstaðna tilraun til valdaráns.
Öldungadeildarþingmaðurinn Kató yngri var fullviss um að Júlíus Sesar væri einn vitorðsmanna og þegar Sesar tók óvænt á móti bréfi á miðjum fundinum, réðst hann til atlögu.
Hann hrópaði að þarna væri bréf frá einum landráðamanninum.

Júlíus Sesar var myrtur af pólitískum keppinautum sínum árið 44 f.Kr.
Öllum til mikillar furðu rétti Sesar Kató bréfið og bað hann um að lesa það upphátt.
Kató las aðeins nokkrar línur áður en hann fleygði því frá sér.
Þetta reyndist vera ástarbréf frá hálfsystur Katós til Sesars.