Search

Læknar taka æxli með fjarstýringu

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínúta

Læknisfræði

Vitvél hefur nú í fyrsta sinn framkvæmt skurðaðgerð í öflugu segulsviði MRI-skanna.

 

Róbottinn „NeuroArm“ laut fjarstýringu læknis við Calgary-háskóla. Læknirinn sat fyrir utan skurðstofuna og horfði á þrívíðar skannamyndir meðan hann skar krabbameinsæxli úr höfði konu sem leið vel eftir aðgerðina.

 

NeuroArm mun á mörgum sviðum auðvelda læknum að framkvæma gallalausa skurðaðgerð. Þessi vitvél sendir frá sér boð til baka þannig að læknirinn finnur gegnum stýripinna í höndum sér hversu fast hnífurinn sker í vefinn.

 

Sérstök rafræn sía sér líka til þess að fíngerður titringur í hönd læknisins berist ekki til handar vitvélarinnar. Að auki má skala hreyfingar læknisins niður þannig að hann getur unnið af enn meiri nákvæmni.

 

Það hefur tekið sjö ár að þróa þessa vitvél og enn er hún aðeins til í einu eintaki.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is