Ef þú veikist, færðu 100 dollara. Ef þú deyrð fá erfingjarnir 200 dollara.
Þannig hljóðaði tilboð til sjálfboðaliða á Kúbu árið 1900 þegar bandaríski herlæknirinn Walter Reed gerði tilraunir sínar með gulusóttarsmit. Á þessum tíma vissi enginn hvað olli þessum sjúkdómi sem oft var banvænn.
En með flugnastungutilraunum sínum komst Reed að því að það var tegundin Aedes aegypti sem ber smitið.