Langafi Borisar Johnson var tyrkneskur innflytjandi

Forsætisráðherra Breta barðist harkalega fyrir Brexit, ekki síst til að draga úr fjölda flóttmanna og innflytjenda – innflytjenda á borð við langafa hans sjálfs, Ali Kemal.

BIRT: 17/12/2020

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Breska forsætisráðherranum, Boris Johnson, tókst að koma landi sínu út úr ESB – ekki síst til að stöðva straum innflytjenda.

 

Það má kalla kaldhæðni örlaganna að hann sjálfur skuli vera barnabarnabarn fátæks, tyrknesks innflytjanda sem 1903 varð ástfanginn af stúlku sem þá var nemandi í húsmæðraskóla.

 

Hjónin Ali Kemal og Winifred Brun eignuðust þrjú börn en fyrirvinnan, Ali, átti erfitt með að fá vinnu í Englandi og þegar Winifred dó urðu aðstæður hans alveg skelfilegar.

Langafi Borisar Johnson sneri aftur til Tyrklands, þar sem hann varð ráðherra. Hann var myrtur 1922.

Skildi börnin eftir í Englandi

Ekkillinn fól tengdamóður sinni umsjá barnanna og ákvað að freista gæfunnar í Tyrklandi.

 

Ali sneri aldrei aftur en börnum hans vegnaði vel í Englandi.

 

Sonurinn, Osman Ali, tók sér nafnið Wilfred Johnson og varð orrustuflugmaður í seinni heimsstyrjöld.

 

Sonur hans, Stanley, varð rithöfundur og stjórnmálamaður – og árið 1964 faðir hins ljóshærða Borisar Johnson.

BIRT: 17/12/2020

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is