Náttúran

Lifandi vísindi gagnrýna þrjár freðnar seríur: Vísindin á hálum ís 

Hvítabirnir sem éta menn, þiðnaðar vespur úr fornöld og djúpfrosinn hnöttur gegna mikilvægu hlutverki í þremur sjónvarpsseríum sem allar eru á kafi í snjó. En skildu þær halda vatni?

BIRT: 15/03/2023

„Fortitute“

Má streyma á HBO Max.

Í "Fortitude" er friðsemdin rofin af ofbeldisfullum ísbjörnum og fólki sem smitast af sníkjuvespulirfum.

Lirfur fá fólk til að sturlast

Þegar djúpfrosinn loðfíll dúkkar upp í bráðnandi freðmýrum á Svalbarða sleppa fornar lirfur sníkjuvespu lausar.

 

Þar með fer af stað keðjuverkun á ofbeldisfullum atburðum sem varða íbúana í skáldaða bænum „Fortitute“ sem serían er nefnd eftir.

 

Lirfurnar bera nefnilega með sér veiru sem umbreytir eyjaskeggjum í morðóða brjálæðinga þegar þeir smitast.

 

Og þegar enski vísindamaðurinn Vincent Rattrey kemur til Fortitute til að rannsaka mannát meðal hvítabjarna kemst hann skjótt að því að hvítabirnirnir ráðast ekki einungis hver á annan, heldur einnig á mennina í bænum.

 

Myndskeiðið með örvæntingarfullum glorsoltnum hvítabjörnum sem taka upp á því að éta hvern annan og jafnvel ráðast á menn virðist vera beint úr raunveruleikanum.

 

Sjáðu stiklu úr Fortitude

Eftir því sem hnattræn hlýnun eyðileggur í sífellu búsvæði hvítabjarna og aðgang þeirra að fæðu, þá er það sífellt algengara að hvítabirnir ráðist á og éti eigin tegundarfélaga.

 

Og loftslagsbreytingarnar þvinga einnig hvítabirni til að leita eftir fæðu nærri byggðum svæðum sem leiðir af sér fleiri árásir á menn.

 

Forsögulegu vespulirfurnar í „Fortitute“ eru heldur ekki alveg úr lausu lofti gripnar. Það finnast fjölmörg dæmi um orma og lirfur sem hafa vaknað til lífs eftir að hafa dvalið í sífreranum í meira en 40.000 ár.

 

Og í náttúrunni er að finna fullt af vespulirfum sem geta breytt fórnarlömbum sínum í viljalausa uppvakninga þegar þeir smitast.

 

Sníkill eins og Toxoplasma gondii hefur í nokkrum fágætum tilvikum orsakað sturlun hjá mönnum sem smitast af sníklinum.

 

Þannig að hugmyndin um forsögulegar sníkjuvespur sem fá menn til að missa vitið er ekki alveg óhugsanleg.

Vísindin: Viðunandi

Mannætuhvítabirnir í ,,Fortitude” og forsögulegar sníkjuvespur koma beint úr hrollvekjandi hornum náttúruvísinda, en ýkjur og dramatík veikja vísindin aðeins.

„Snowpiercer“

Má streyma á Netflix

Hinn svokallaði yfirmaður gestrisni um borð í lestinni í ,,Snowpiercer”, Melanie Cavill (Jennifer Connelly), ræðir við uppfinningamann lestarinnar, Mr. Wilford (Sean Bean).

Lest þeysist í kringum djúpfrosna jörð

Jörðin er orðin ein risastór frystikista. Allar manneskjur eru dauðar – fyrir utan 3.000 farþega á heljarinnar langri lest sem keyrir í kringum jörðina hvað eftir annað á óendanlegu ferðalagi og getur þess vegna haldið hitanum uppi inni í lestinni.

 

Þetta endalausa ferðalag lestarinnar myndar rammann um seríuna „Snowpiercer“ sem hefst sjö árum eftir að vísindamenn hafa framkvæmt misheppnaða tilraun sem varð til þess að hnötturinn gaddfraus allur saman.

 

„Snowpiercer“ fylgir eftir hefðbundinni vísindaskáldsagnahefð sem má rekja allt aftur til „Frankenstein“ frá 1818: Þegar við notum vísindin til að leika Guð, þá kemur það oftast okkur sjálfum í koll.

 

Í þessum heimi seríunnar hafa vísindamenn reynt að draga úr hnattrænni hlýnun með því að senda tilbúin rykský upp í lofthjúpinn en aðferðin virkaði einfaldlega of vel. Rykskýin blokkera nær algjörlega geisla sólar og þess vegna frýs allt og nánast gjörvallt mannkyn deyr út.

 

Segja má að vísindamenn séu enn að velta fyrir sér viðlíka lausnum nú á dögum en jafnvel þó að einhver slík „lausn“ væri framkvæmd, þá myndum við aldrei fá að kenna á dómsdagssviðsmynd eins og í „Snowpiercer“.

 

Sjáðu stiklu úr Snowpiercer

,,Snowpiercer” er byggt á vísindalega trúverðugum hugmyndum um að stjórna loftslagi jarðar, en vísindin falla oft í skuggann af óraunhæfum atburðarásum og tækni.

Þessar agnarsmáu rykagnir sem vísindamenn í seríunni hafa sent upp í lofthjúpinn myndu í raunveruleikanum aðeins svífa um í eitt ár og síðan hverfa. Eigi að umbreyta hnettinum í snjóbolta krefst það þess að við sendum slík rykský upp í lofthjúpinn á hverju einasta ári í margar kynslóðir.

 

Lestin sem er síðasta athvarf manna, sækir innblástur til þeirra vísindamanna sem reyna að finna lausn á svonefndri eilífðarvél. En það er vél sem getur haldið sjálfri sér akandi í óendanlegan tíma.

 

Þegar árið 1775 lýsti vísindaakademían í París því yfir að smíði slíkrar maskínu væri einfaldlega ekki möguleg.

 

Ástæðan er einföld: Eigi eilífðarvél að virka verður hún samt sem áður að sækja orku úr engu – sem stríðir gegn náttúrulögmálunum. Og það hefur engum vísindamanni tekist að afreka.

Vísindin: Hriplekt

“Snowpiercer” bregður upp hörmulegri loftslagssviðsmynd af mannavöldum, sem fræðilega gæti vel orðið að veruleika, en í reynd væri erfitt að framkvæma. Og eilífðarvél lestarinnar stangast á við náttúrulögmálin.

„The Terror“

Má streyma á Amazon Prime

Leiðangur að hinni sögufrægu Norðvesturleið endar illa fyrir áhafnir um borð í skipunum HMS Terror og HMS Erebus.

Mannát og blýeitrun hrellir leiðangursmenn

Sumarið 1845 settu breski landkönnuðurinn Sir John Franklin og áhöfn hans upp segl og stefndu að hinni margumtöluðu norðvesturleið með skipunum HMS Terror og HMS Eribus.

 

Leiðangurinn sneri aldrei aftur heim heldur sat fastur í ísnum í marga mánuði, áður en kuldi og hungur innsiglaði örlög mannanna. Sagnfræðingar hafa löngum velt því fyrir sér hvað það var sem kom fyrir áhöfnina.

 

„The Terror“ kemur fram með sínar skýringar með blöndu af óhugnanlegum sögulegum staðreyndum og yfirnáttúrulegum fyrirbærum.

 

Serían greinir m.a. frá því hvernig dósamatur sem skipverjar tóku með sér, hafi verið mengaður af blýi en það veldur bæði andlegum og líkamlegum sjúkdómum í áhöfninni. Raunverulegar rannsóknir á leiðöngrunum sýna ennfremur að vissulega hafi blý mengað mat þeirra.

 

Blýeitrun getur orsakað m.a. skerta matarlyst og eins eykur hún hættu á skyrbjúg. Blýeitrunin getur einnig leyst úr læðingi ofsóknaræði og svefnleysi.

 

Sjáðu stikluna úr ,,The Terror”

Vísindalega byggðar hugmyndir um mannát og blýeitrun gefa "The Terror" góðan skammt raunsæis.

Serían sýnir einnig hryllileg tilvik mannáts og segja má að það sé reyndar ekki ólíklegt að áhöfnin hafi í raunveruleikanum neyðst til þess að leggja sér skipsfélaga til munns.

 

Árið 2015 birtu mannfræðingarnir Simon Mays og Owen Beattie athyglisverða skýrslu. Greiningar þeirra sýndu að bein margra áhafnarmeðlima voru brotin á mörgum stöðum og hafa verið hituð upp. Því ályktuðu Beatti og Mayes að beinaleifar látinna áhafnarmeðlima hafi líklega verið soðnar til að nærast á næringarríkum beinmergi.

 

Ísbjarnarskrímsli seríunnar sem drepur marga áhafnarmeðlimi er þó hugarburður einn. Óvættur þessi byggir á veru úr goðsögum inúíta og nefnist Tuurngait sem mætti lauslega þýða sem „andinn sem drepur“.

Vísindin: Viðunandi

Fyrir utan hið gróteska skrímsli í „The Terror“, þá notar þáttaröðin raunverulegar fornleifarannsóknir og vel rökstuddar vísindakenningar til að fylla í eyðurnar í sögunni um hinn dauðadæmda leiðangur Franklins. Það gerir ískalda martröðsöguna enn ógnvekjandi.

HÖFUNDUR: ANDREAS EBBESEN JENSEN

© Sky UK Ltd/Tomorrow Studios,© Tomorrow Studios/Album/Ritzau Scanpix,© AMC

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

Maðurinn

Af hverju þreytumst við í hita?

Menning og saga

Hvað varð um Nefertítí drottningu?

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is