Náttúran

Líffræðingar vilja flytja til lífverur jarðar

Hnattræn hlýnun ógnar bæði dýrum og plöntum. Ótal tegundir eru á flótta undan hitanum og sækja til heimskautanna, en hafa ekki við hitaaukningunni. Því hafa fræðimenn komið fram með umdeilda hugmynd: Við viljum hjálpa þeim að komast til staða þar sem þeim gefst kostur á að lifa af.

BIRT: 04/11/2014

Jörðin hefur orðið fyrir hitaslagi og skipan náttúrunnar er í óreiðu. Rísandi hitastig og gjörbreytt úrkoma hefur þegar útrýmt fjölmörgum tegundum. Jafnframt hefur hnattræn hlýnun leyst úr læðingi umfangsmikinn tilflutning dýra og plöntutegunda frá því á síðustu ísöld. Ótal tegundir halda nú í átt til pólanna eða upp í fjöll í meiri hæðir. Líffræðingum er hins vegar ljóst að fjöldi tegunda getur ekki fylgt eftir þessum öru loftslagsbreytingum og ná því ekki að laga sig að breytingum á búsvæðum sínum.

 

Lífið á jörðu er venjulega fært um að aðlagast breytingum en gróðurhúsaáhrif af mannavöldum hafa sett strik í reikninginn. Á örskotsstund í þróunarsögunni hefur manneskjan orsakað umtalsverðar breytingar á loftslagi jarðar og hefðbundnar aðferðir líffræðinga við að tryggja framtíð dýra og plantna eru haldlitlar. Þetta stafar af því að skógarhögg, framræsing og vegalagningar hafa lokað af þær leiðir sem dýr og plöntur geta nýtt sér undir eðlilegum kringumstæðum til að finna sér ný svæði. Líffræðingar þurfa því að endurmeta hvernig beri að forða aldauða margra dýra og plantna.

 

Fjölmargir virtir líffræðingar eins og Camille Parmesan við University of Texas og Ove Hoegh-Guldberg við University of Queensland í Ástralíu leggja því til algjörlega nýja taktík: Þau vilja aðstoða dýr og plöntur og flytja þau á ný búsvæði. Hugmyndin felur í sér byltingu gagnvart varðveislu tegunda – frá hefðbundinni verndun í róttækar aðgerðir. Fyrir aðeins 5 eða 10 árum síðan hefði slíkri áætlun verið umsvifalaust hafnað en afleiðingar af loftslagsbreytingum knýja á ný úrræði.

 

24 kanínur urðu að 300 milljónum

 

Þessi nýja aðferð er kostnaðarsöm, erfið í framkvæmd og umdeild. Síðustu aldir innihalda mörg dæmi um hve margt getur farið úrskeiðis þegar menn flytja dýr og plöntur milli svæða. 40% af öllum aldauðum tegundum þar sem ástæður útrýmingarinnar eru þekktar eru taldar stafa af framandi ágengum dýrategundum á nýjum búsvæðum.

 

Í stórbrotnu landslagi Nýja-Sjálands er nú að finna fleiri innfluttar plöntutegundir heldur en upprunalegar. 24 kanínur sem voru fluttar til Ástralíu urðu að hvorki meira né minna en 300 milljónum og skelfileg plága. Og 6 drekafiskar, sem var sleppt úr fiskabúri í Flórída hafa fjölgað sér í þúsundir skaðræðisdýra í Karabíska hafinu. Á síðustu áratugum hafa aðlögunarhæf dýr eins og starri og rottur numið ný landsvæði langt í burtu frá upprunalegum útbreiðslustöðvum og fjölbreytileiki fánu og flóru jarðar minnkað. Í BNA einu saman eru innfluttar tegundir árlega taldar kosta meira en 120 milljarði dala, t.d. vegna minni uppskeru og eyðingu skóga.

 

Því eru líffræðingar jafnan tregir til að flytja til dýr og plöntur jarðar. En Camille Parmesan, Ove Hoegh-Guldberg og samstarfsfélagar þeirra þora ekki að bíða lengur, heldur telja að verði ekki strax brugðist við, muni fjölmargar tegundir deyja út á næstu áratugum. Þegar dýr eða plöntur deyja út er hætt við að þær skilji eftir sig vistfræðilegt tómarúm. Í sumum tilvikum getur útdauði lykiltegunda breytt gjörvöllu vistkerfinu og leitt til enn frekari dauða annarra tegunda. Í sérhvert sinn sem við missum tegund glötum við jafnframt færi á að nýta möguleika hennar í ýmsar afurðir eins og t.d. í lyfjaframleiðslu. Við höfum einfaldlega ekki ráð á þessu að mati Camille Parmesan og Ove Hoegh-Guldberg.

 

Andstæðingar óttast sjúkdóma

 

Camille Parmesan telur að aukin þekking um líffræði einstakra dýra og plantna og búsvæði þeirra geri líffræðingum kleift að velja tegundir í útrýmingarhættu sem flytja megi með lágmarksáhættu gagnvart upprunalegum tegundum.

 

Gagnrýnendur flutninganna benda á hve örðugt er að segja fyrir um hvort aðflutt planta eða dýrategund flytji með sér ýmsa sjúkdóma sem geta valdið miklum usla á nýju búsvæði. Þessu svara Camille og Ove Hoegh að langflestir alvarlegir sjúkdómar og sníkjudýr hafi borist með tegundum sem hafa verið fluttar milli meginlanda eða til eyja og með því að forðast slíkt er vandamálið ekki jafn mikið.

 

Margar dýra- og plöntutegundir eru sem fangar milli umtalsverðra loftslagsbreytinga og sundrunar á útbreiðslusvæði, svo þær klofna í smærri stofna. Slíkir einangraðir stofnar eiga örðugara uppdráttar því skyldleikarækt veikir stofnana og bara einn stakur harður vetur eða langt þurrkatímabil getur útrýmt öllum stofninum. Einnig er afar örðugt fyrir einstaklinga frá öðrum stofnum að komast yfir engi, vegi og þéttbýl svæði til að nema aftur land á svæði stofns sem hefur dáið út. Áhangendur flutninganna telja að í mörgum tilvikum sé bæði mögulegt og nauðsynlegt að flytja einmitt þær tegundir sem eiga engan kost á að dreifa sér sjálfar í takt við hlýnandi loftslag.

 

Fiðrildi eru heppileg til flutnings

 

Hið undurfagra quino checkerspot-fiðrildi frá suðurhluta Kaliforníu er fyrirtaks kandídat í slíkan flutning. Það er ekki skaðlegt, líffræðingar eru sannfærðir um að það muni ekki ryðja öðrum fiðrildategundum úr vegi á nýju svæði og eins er það auðvelt í flutningum. Líffræðingar búa yfir mikilli þekkingu um líffræði fiðrildisins og vandamál þess. Gríðarstór svæði með náttúrulegum lággróðri hafa breyst í auðmannahverfi, vegi og iðnaðarsvæði meðan milljónaborgirnar Los Angeles og San Diego hafa sífellt breytt úr sér. Vöxtur borganna hefur sundrað mörgum búsvæðum dýrategunda, þar með talið quino checkerspot-fiðrildisins. Um þessar mundir hefur útbreiðsla þess minnkað um 75% og einungis 5% af upprunalegum stofni er eftir – í litlum átta stökum einingum.

 

 

Eins getur reynst nauðsynlegt að flytja tilteknar tegundir innan núverandi útbreiðslusvæðis þeirra ef þær geta ekki sjálfar fært sig úr stað. Þetta á t.d. við um kórala. Fjölmargir kóralar eru afar viðkvæmir gagnvart hitastigsbreytingum þar sem þörungur sá sem er í sambýlinu þolir ekki hærra hitastig. Meðan hinir tignarlegu hornkóralar nærri hitabeltinu hafa tiltölulega mikið þol gegn hita hafa sjávarlíffræðingar þegar staðfest að aðrir hornkóralar sem venjulega lifa í kaldara vatni fjær hitabelti hafa dáið vegna hitans.

 

Tveir ástralskir líffræðingar, Ray Beckelmans og Madeleine Van Oppen hafa flutt þessa kórala milli staða á Miklarifi undan austurströnd Ástralíu og geta staðfest að kóralarnir dafna vel á nýjum stað. Samkvæmt áhangendum slíkra flutninga verður næsta skref að flytja fleiri kóralategundir frá heitum sjó til kaldari svæða þeim til bjargar.

 

Það eru ekki einungis dýr sem njóta góðs af flutningum. Síðustu 1.000 eintök af Flórída-Torreya trénu vaxa nú 35 km meðfram bökkum Apalachicola-fljótinu í norðurhluta Flórída en öll eru þau hætt að fjölga sér. Samtökin Torreya Guardians vilja nú treysta framtíð Torreya með því að flytja tegundina á svalari stað 500 km norðar í Norður Karólínu og þar geta trén nú vaxið á svæði þar sem þau hafa ekki fyrirfundist í 65 milljón ár. Torreya Guardians vænta þess að trén nái að fjölga sér náttúrulega eftir flutninginn þar sem slíkt hefur þegar átt sér stað í mörgum gróðrarstöðvum á svalari slóðum norður í Karólínu og Georgíu. Flutningur á fágætum plöntum er því vel mögulegur enda er auðveldara að safna þeim saman heldur en dýrunum. Danskir líffræðingar telja að helmingur allra svæða í Norður -Evrópu geti hýst þriðjungi fleiri plöntutegundir heldur en vaxa þar nú.

 

Flutningur á dýrum eða plöntum þarf þó að fara fram með mikilli aðgætni og grundvallast á rækilegum rannsóknum á líffræði tegundanna og nægjanlegum undirbúningi. Fyrstu flutningar á tiltekinni tegund þurfa að vera í litlum mæli þannig að líffræðingar geti metið hvort tegundin verði meindýr á nýju búsvæði. Þannig má minnka hættuna á að aðkomutegund geti valdið usla og skaðað dýra- og plöntulíf svæðisins.

 

Sá á kvölina sem á völina

 

Meðan gagnrýnendur flutninganna telja þetta geta verið vistfræðilegt háskaspil álíta áhangendur að nauðsynlegt sé að meta áhættuna gegn þeim möguleika að tegundin deyi út, nýti líffræðingar sér einungis hefðbundnar aðferðir. Áhangendur sjá þannig flutningana sem neyðarúrræði þegar allir aðrir kostir til bjargar tegund virðast tæmdir.

 

Þar sem mörg þúsund tegundir þjást eða munu gera það í nánustu framtíð vegna hækkandi hitastigs verða líffræðingar að forgangsraða lífverunum. Ekki verður unnt að bjarga öllum tegundum og margar óbærilegar ákvarðanir verður að taka. Í fyrrasumar lögðu 22 vísindamenn, að mestu frá BNA, fram vísindalegt verkfæri til að ákvarða með hlutlausum hætti hvort flutningar teljist æskilegir.

 

Verkfæri þetta er líkan sem tekur mið af margvíslegum líffræðilegum og félagslegum viðmiðunum, t.d. þekkingu á líffræði tegundarinnar, útbreiðslu hennar, stofnstærð, hversu auðvelt er að fanga hana sem og flytja á nýjan stað. Félagsfræðilegu viðmiðin varða menningarlega og trúarlega þýðingu tegundarinnar, kostnað vegna flutninga og mati á heppileika nýja búsvæðisins ásamt almennri afstöðu til flutninganna meðal íbúa á hverjum stað. Þannig má vel vera að íbúar í Los Angeles fagni því að ýmsum fiðrildum og skriðdýrum sé bjargað með flutningi þeirra norður á bóginn, en það er ekki ljóst hvort íbúar í Kaliforníu gleðjist yfir því að náttúruleg fána þeirra breytist með nýjum tegundum.

 

Áður en flutningar hefjast verða líffræðingar að gaumgæfa hvort loftslag framtíðar knýi nauðsynlega á flutning tegundarinnar og hvenær slíkur flutningur geti hafist. Regan Early og Dov Sax við Brown University í BNA hafa, í ljósi væntanlegra breytinga á hitastigi og úrkomu næstu 100 árin, hannað nákvæmar forsagnir um útbreiðslu 16 tegunda froska og salamandra í Kaliforníu. Greining þeirra sýnir t.d. að eftir 100 ár verði til staðar heppileg búsvæði fyrir svörtu salamöndruna lengra í norður, sem skarast þó aldrei við núverandi búsvæði hennar nærri San Fransisco. Svarta salamandran getur þannig ekki af sjálfsdáðum fært sig norður á bóginn til nýrra búsvæða. Bæði svarta salamandran og aðrar af þessum 16 tegundum munu því einhvern tímann á komandi 100 árum verða fangar í loftslagsgildru. Ef tegundir þessar eru látnar afskiptalausar segja greiningar líffræðinganna tveggja að flestar muni þær deyja út. Góðu fréttirnar eru að líffræðingar framtíðar þurfa að flytja tegundirnar yfir stuttar vegalengdir til að koma þeim í skjól fyrir loftslagsbreytingum.

 

Viðlíka flutningar geta þó einungis bjargað afar litlum hluta af þeim fjölmörgu tegundum dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu. Fyrstu tilraunir í þessa veru munu sanna gildi sitt á komandi árum. Takist þær að óskum verður það umbylting á verklagi líffræðinga til að forða lífverum frá aldauða.

 
 

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Maðurinn

Ást er eintóm efnafræði

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Náttúran

Hjarta steypireyðar slær bara tvisvar á mínútu

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

Lifandi Saga

Gestapo: Leynilögregla Hitlers olli skelfingu í Evrópu

Lifandi Saga

Getur Rússland orðið uppiskroppa með hermenn? 

NÝJASTA NÝTT

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Lifandi Saga

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Maðurinn

Samfélagsmiðlar ógna samkenndinni

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

Náttúran

Að klóna risaeðlur: Er hægt að vekja risaeðlur til lífsins?

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Alheimurinn

Hvað er andefni?

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

Maðurinn

Er það skaðlegt að plokka nefhárin?

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Náttúran

Þrisvar til tunglsins og til baka aftur

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Alheimurinn

Fullt tungl 2024 – Hvenær er tunglið fullt?

Jörðin

Hversu mikið menga leikföng?

Maðurinn

Af hverju þessi ást á áfengi?

Heilsa

Er hægt að sofa of mikið?

Lifandi Saga

Hver fann upp á „kalda stríðinu“?

Vinsælast

1

Maðurinn

Einvígið: Er rafmagnstannbursti betri en venjulegur?

2

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

3

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

4

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

5

Maðurinn

Hvaða blóðflokkur er sjaldgæfastur?

6

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

1

Heilsa

Breytingarnar á líkamsþyngd geta leitt í ljós hættu á heilabilun

2

Maðurinn

Þess vegna tekur ástarsorg svona mikið á okkur

3

Maðurinn

Heilann þyrstir í fitu

4

Jörðin

Vísindamenn greina vaxtarverki: Fæðuhringur eldfjallsins

5

Náttúran

8 uppfinningar sem þú getur þakkað Einstein fyrir

6

Maðurinn

Sársauki – Hvað er sársauki?

Maðurinn

Hvernig grær brotið bein?

Maðurinn

Öfgar persónuleikans: Úthverfur eða innrænn persónuleiki

Alheimurinn

Hvað verður um orkuna frá sólarljósinu? 

Lifandi Saga

Hvað gerðu blikksmiðir fyrr á tímum? 

Tækni

Dulkóðaður gjaldmiðill: 7 atriði sem þú ættir að vita um rafmynt 

Menning

Af hverju fengu inúítar ekki skyrbjúg?

Lifandi Saga

Fjórir kvillar sem bóluefni hafa knésett

Menning og saga

Frumstæð manntegund jarðsetti hina látnu

Maðurinn

Vísindamenn endurnýja hárvöxt á músum

Lifandi Saga

Nanjing harmleikurinn verri en hin versta martröð

Maðurinn

3 ókostir við greind

Jörðin

Ný NASA-flugvél á að minnka losun í flugi

Robert the Bruce var hinn sanni Braveheart Skotanna

Í Hollywood-myndinni Braveheart svíkur Robert the Bruce málstað Skota og færir Englendingum William Wallace á silfurfati til grimmilegrar aftöku. Í veruleikanum var þessi skúrkur þó hetja Skota. Þótt frelsisbarátta Skota kostaði bræður hans lífið og systur hans enduðu bak við lás og slá, gafst hinn raunverulegi Braveheart aldrei upp.

Lifandi Saga

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.