Afar sérkennilegir hlaupaskór frá Vibram eru lagaðir nákvæmlega að fætinum og sæta nú stöðugum endurbótum. Margar rannsóknir hafa sýnt að venjulegir hlaupaskór eiga þátt í sköddun fótanna. Mannskepnan er sem sé einfaldlega gerð til að hlaupa berfætt. Hjá fyrirtækinu eru menn því þeirrar skoðunar að hlaupaskór eigi að falla svo nákvæmlega að fætinum öllum eins og framast er gerlegt. Og það er ætlunin með þessum nýju skóm.