Læknisfræði
Bandarískir vísindamenn hafa nú þróað nýtt efni sem ýmist getur verið sveigjanlegt eða stíft og leituðu fyrirmyndar hjá sæbjúgum.
Sæbjúgu geta á örfáum sekúndum gert mjúka húð sína stífa og öfugt. Húðin stífnar þegar skepnan þarf að verjast rándýri. Þetta sjávardýr veitti vísindamönnunum innblástur og þeir telja að nýja efnið megi nota til ígræðslu í heila.
Hér er t.d. um að ræða rafóður sem settar eru í Parkinsonsjúklinga, eftir heilablóðfall eða mænusköddun.
Efnið er gert úr nanótrefjum sem hver um sig er 25 milljónustu úr millimetra í þvermál. Við ígræðslu er efnið hart en mýkist síðan til jafns við taugavefinn og vísindamennirnir gera sér vonir um að þannig megi draga úr örmyndun og lengja líftíma rafóðunnar í líkamanum.