Límband sýgur sig fast eins og könguló

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Tækni

Hópur þýskra og bandarískra vísindamanna við Max-Planck-stofnunina í Stuttgart hefur þróað límlaust „límband“ sem festir sig við undirlagið með sama hætti og köngulær og skordýr, sem sé með smásæjum hárum.

 

Eftir rannsóknir á fótum 600 liðdýra völdu vísindamennirnir aðferð köngulóa og skordýra sem nota smásæ hár á fótunum til að hlaupa um lóðrétta veggi. Hárin sjúga sig föst við undirlagið án þess að þurfa til þess neinn vökva.

 

Nýja límbandið er gert úr plastefninu polyvinylsiloxan og er með samskonar smásæjum hárum. Ekki þarf nema fimm fersentimetra af límbandinu til að halda 5 kg þunga á sléttum vegg. Límbandið má endurnýta þúsund sinnum, þar eð það er ekki viðkvæmt fyrir ryki, sem einfaldlega sest milli háranna. En verði það skítugt, má einfaldlega þvo það í sápuvatni.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is