Ljóstrefjar virka eins og sólfangarar

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Tími stórra sólfangara sem lagðir eru á þök eða veggi gæti senn verið á enda. Vísindamenn við Efna- og verkfræðideild Georgia-tækniháskólans hafa nefnilega þróað tækni til að nota ljóstrefjar, eins og þær sem við þekkjum nú í ljósleiðurum, til að fanga sólarljósið og umbreyta í orku. Þar með verður unnt að minnka sólfangara til mikilla muna.

Ljóstrefjarnar eru þaktar nanólagi úr zínkoxíði og þar yfir kemur litnæmt ljósfangaraefni. Þegar sólargeislarnir skella á ljóstrefjunum eru þeir leiddir áfram inn í hárfínan streng þar sem áhrif þeirra á litasameindir valda efnaferli sem myndar rafstraum. Ljóstrefjarnar eru um sexfalt afkastameiri við að framleiða rafmagn en þeir sólfangarar sem nú eru í notkun. Trefjarnar eru að auki einkar ódýrar í framleiðslu, mjög sveigjanlegar og sé þeim komið fyrir strax við byggingu húss, mega þær heita ósjáanlegar.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is