Loftskip sem flytja vörur um himinstig

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Tækni

 

Á árinu 2012 hyggjast menn hjá Boeing-verksmiðjunum senda á loft tæplega 100 metra langt og 36 metra breitt loftskip.

 

Farartækið er nú í þróun í samvinnu við kanadíska fyrirtækið SkyHook International og er ætlað til flutninga um torfærur, svo sem til og frá Suðurskautslandinu eða um afskekkt svæði í regnskógum Brasilíu – með ódýrum og vistvænum hætti.

 

Sjálft loftskipið verður fyllt með helíum og það dugar til að bera uppi eigin þyngd þess. Út frá báðum hliðum loftskipsins verða hins vegar þyrluhreyflar sem sjá um að lyfta allt að 40 tonna þungum farmi, sem á að hanga neðan í loftskipinu. Flugþolið verður 370 km milli þess sem fyllt er á eldsneytistanka og því verður loftskipið hentugt til flutninga um torfær landsvæði þar sem vegasamgöngur eru engar, eða þar sem óhagkvæmt væri að byggja upp samgöngur á landi. Hjá Boeing gera menn ráð fyrir mestri eftirspurn frá fyrirtækjum á sviði námuvinnslu og olíu- eða gasvinnslu. Til að byrja með er áætlað að framleiða 50-60 loftskip af þessari gerð sem fengið hefur nafnið JHL-40.

 

Í Evrópu höfðu menn einnig fyrir skemmstu hugmyndir um smíði loftskipa til flutninga. Þetta loftskip kallaðist Cargolifter og átti að geta borið 160 tonn. Árið 2002 fór þýska fyrirtækið sem stóð að verkefninu á hausinn og þar með voru þessar hugmyndir að engu orðnar. Þess í stað virðist það nú koma í hlut JHL-40 að endurreisa orðspor stóru loftskipanna.

 

Á 3. og 4. áratug síðustu aldar héldu risastór loftskip uppi samgöngum milli Evrópu og Ameríku, en þegar loftskipið Hindenburg brann 1937, lauk a.m.k. fyrsta kaflanum í sögu þeirra.

 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is