Maðurinn

Lyf gegn Covid

Topplistinn: Covid-lyfin sem nú þykja lofa bestu. Bóluefnið sem allir bíða eftir, ebólu- og malaríulyf til lækninga og blóðvatnsónæmi.

BIRT: 08/05/2020

Topplistinn: Covid-lyfin sem nú þykja lofa bestu

Í rannsóknastofum og hjá lyfjafyrirtækjum um allan heim keppast vísindamenn nú um að verða fyrstir með lyf eða bóluefni gegn Covid-19. Sum lyf eiga að draga úr einkennum, önnur eru svonefnd sermisbóluefni sem eiga að veita skammtímaónæmi og svo er auðvitað unnið á fullu við að finna bóluefni sem mögulega gæti útrýmt sjúkdómnum að fullu.

Bóluefnið sem allir bíða eftir, ebólu- og malaríulyf til lækninga og blóðvatnsónæmi.

Lestími: 6 mínútur

Strax eftir þrjá mánuði er farið að hylla undir bóluefni, lyf og sermisbóluefni, unnin úr blóðvatni sem mögulega gætu hamlað geg heimsfaraldri Covid-19. Margt af þessu hefur þegar verið prófað á mönnum – með misjöfnum árangri.

Það eru nefnilega mörg hundruð lyfjafyrirtæki, háskólar og rannsóknastofur sem ýmist upp á eigin spýtur eða í samstarfi, keppast um að ná fyrst á markað með lækningu. Aðilarnir eru svo margir að það er erfiðleikum bundið að henda reiður á fjöldanum.

Þess vegna færðu hér þessa samantekt um það sem nú þykir lofa bestu. Við reynum líka að útskýra hversu langt vísindamenn hafa náð og setja fram varfærnar spár um hvenær þessi lyf verði tilbúin til notkunar.

Bóluefnið sem allir bíða eftir

Lyfja- og líftæknifyrirtækin Inovio Pharmaceutivals og Moderna hafa nú þegar hafið fyrstu af alls þremur klínískum tilraunum með bóluefni. Það þýðir að tilraunir á mönnum standa nú yfir.

Moderna: Fyrsta bólusetningin var 16. mars og nú taka 45 heilbrigðir einstaklingar þátt í fyrstu klínísku tilrauninni sem ætlað er að sýna hvort fólkið smitist eða hvort bóluefnið hafi aukaverkanir.

RNA-bóluefnið mRNA-1273 kemur líkamanum til að mynda prótín sem líkist svonefndu „spike“-prótíni á kórónuveirunni. Í framhaldinu á líkaminn að mynda mótefni sem samstundis ráðast til atlögu gegn SARS-Cov-2 veirunni ef hennar verður vart.

Þessi fyrsta tilraun stendur fram í júní 2021 en áfangatilraun nr. 2 á að hefjast haustið 2020.


Svona virkar bóluefni

Bóluefni bætir virkni ónæmiskerfisins gegn tiltekinni veiru eða bakteríu.

Fyrstu ónæmisviðbrögðin

Bóluefni eru gerð úr dauðum eða lifandi hlutum veiru eða bakteríu. Ónæmiskerfið bregst við með því að byggja upp mótefni sem bregðast við sjúkdómnum og minnisfrumur sem þekkja sjúkdóminn næst þegar hans verður vart.

Önnur ónæmisviðbrögð

Þegar líkaminn fær aftur í sig þessa tilteknu veiru eða bakteríu, þekkir ónæmiskerfið hana strax og framleiðir réttu mótefnin til að berjast gegn henni.


Inovio Pharmaceuticals: Fyrsta bólusetningin var 6. apríl og nú fá 30 manns til viðbótar bóluefnið.

Bóluefnið INO-4800 byggist á ónæmislækningu. Í bóluefninu eru svonefndir DNA-plasmíðar sem þrengja sér inn í líkamann þegar frumur verða fyrir stuttu rafstuði frá tækinu Celletra sem haldið er í hendinni.

Þegar plasmíðarnir eru komnir inn í frumu koma þeir líkamanum til að framleiða T-frumur og mótefni sem ráðast markvisst gegn kórónuveirunni ef hún berst í líkamann.

Hjá Inovo er gert ráð fyrir að niðurstöður verði kynntar haustið 2020 og í lok ársins er ætlunin að framleiða eina miljón skammta til klínískra prófana og „í neyðaraðstæðum“ eins og segir í fréttatilkynningu.

Þrjú önnur bóluefni sem þykja verð athygli eru komin í klínískar tilraunir á fyrsta stigi, að því er fram kemur í tímaritinu Nature þann 9. apríl.

Standist bóluefnin hinar klínísku tilraunir án vandkvæða, verður sótt um endanlegt leyfi til heilbrigðisyfirvalda.

Hjá CEPI sem er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stjórnvalda einstakra ríkja og góðgerðasamtaka, er þess vænst að bóluefni geti verið tilbúið eftir 12-18 mánuði en mögulega geti fólk í áhættuhópum fengið það fyrr.

Ebólu- og malaríulyf til lækninga

Coronavirus cells infection. Virus Covid-19 causing pandemic around the world. 3D render

Meðal veirulyfja sem Covid-19 sjúklingar eru nú þegar látnir taka inn eru tvö útbreiddust: remdesivir frá Gilead og chloroquin/hydroxychloroquin sem ýmis fyrirtæki framleiða.

Lyfin vinna ekki bug á sjúkdómnum en þau geta bæði slegið á sjúkdómseinkenni og þau eru nú þegar gefin sjúklingum.

Chloroquin/hydroxychloroquin eru efni sem upphaflega voru þróuð fyrir malaríusjúklinga. Í Bandaríkjunum og Frakklandi hafa þessi lyf verið notuð án nokkurs hiks.

Þar breytir engu þótt Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO haldi því fram að virkni þeirra hafi ekki verið staðfest með óyggjandi hætti.

Remdesivir hefur lengi verið notað fyrir ebólusjúklinga og hjá WHO er það sagt eina lyfið sem staðfest hefur verið að virki á Covid-19 sjúklinga.

Þann 23. apríl birti WHO reyndar niðurstöður klínískrar rannsóknar með remdesivir í Kína, þar sem í ljós kom að lyfið hefði ekki þau áhrif sem talið hafði verið en þetta hefur nú verið dregið til baka.

Nú eru sérfræðingar að ritrýna þessa rannsókn og WHO hefur lýst því yfir að birting hennar hafi verið mistök.

Þess er vænst að rannsókn á remdesivir nái því að ljúka þriðja áfanga klínískra tilrauna strax í maí og þá verði sótt um viðurkenningu til EMA, lyfjaeftirlits ESB. Bandaríska lyfjaeftirlitið hefur þegar gefið út bráðabirgðaleyfi.

hloroquin/hydroxychloroquin er nú þegar gefið Covid-19 sjúklingum í Bandaríkjunum og hefur eitthvað verið notað hérlendis. Í Frakklandi er reiknað með að klínískum tilraunum ljúki í nóvember 2020.

Bráðabirgðaónæmi og sermisbóluefni

Loks ber svo að nefna svonefnd sermisbóluefni eða blóðvatn. Aðferðin byggist á því að nota mótefni úr fólki sem hefur fengið Covid-19 fyrir fólk sem ekki hefur fengið veiruna eða er mjög veikt. Tilgangurinn er þá ýmist að bólusetja eða snúa sjúkdómnum við þannig að fólki batni.

Margir vísindmenn rannsaka nú þessa aðferð sem einnig hefur verið nefnd „passívt ónæmi“ og klínískar tilraunir eru hafnar.

Í Bretlandi hafa meira en 600 sjúklingar tekið í þátt í blóðvatnstilraun með góðum árangri.

John Hopkins-stofnunin er langt komin með þróun sermisbóluefnis sem nú er notað í klínískum tilraunum í Kína.

Margir sérfræðingar telja einmitt þetta sermisbóluefni lofa afar góðu.

Hjá stofnuninni sjálfri meta menn það svo að sermisbóluefnið verði tilbúið til notkunar í ársbyrjum 2021.

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Maðurinn

Af hverju veldur ofnæmi kláða?

Náttúran

Milljarðar grameðlna hafa lifað á jörðinni

Heilsa

Vísindamenn finna sjálfsmorðshnapp krabbans

Alheimurinn

Ný gerð geimhylkis snýr lendingu alveg á haus

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is