Má knýja flugvél með sólarorku?

Er hægt að gera ráð fyrir að flugvélar framtíðarinnar verði knúnar sólarorku, t.d. frá sólföngurum ofan á flugvélinni?

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þótt unnið sé af miklum metnaði að byggingu sólknúinna flugvéla er ekki líklegt að þær muni í fyrirsjáanlegri framtíð leysa af hólmi þær þotur og skrúfuvélar sem nú eru notaðar í farþegaflugi. Til þess er sólfangaratæknin einfaldlega enn ekki nógu þróuð. Þetta kemur þó ekki í veg fyrir að hjá svissneska fyrirtækinu Solar Impulse vinni menn nú að þróun sólknúinnar og mannaðrar flugvélar sem ætlunin er að fljúgi umhverfis jörðina án viðkomu árið 2011. Verkefnið setur verkfræðingana í talsverðan vanda, þar eð flugvélin þarf einnig að haldast á lofti yfir nóttina, en þá geta sólfangararnir af eðlilegum ástæðum ekki framleitt rafmagn. Af þessu leiðir að yfir daginn þurfa sólfangararnir bæði að knýja vélina og hlaða rafgeyma til næturinnar.

Sólfangarar framleiða hins vegar ekki mikið rafmagn, aðeins um 28 wött á hvern fermetra og flugvélin þarf því að verða sem allra léttust. Þegar flugvélin verður tilbúin í lok árs 2008, á hún að vega 1.500 kg, vænghafið verður 61 metri og sólfangarar þekja 200 fermetra.

Þessi frumgerð verður knúin fjórum rafmótorum sem ná 45 km hraða, sem verður að teljast í minna lagi þegar flugvélar eru annars vegar. Á árinu 2009 á svo að sannreyna það með 36 tíma löngum flugferðum að vélin geti haldið sér á lofti bæði dag og nótt.

En jafnvel hjá Solar Impulse hafa menn enga trú á því að sólknúnar flugvélar komi á almennan markað á næstu 20 árum. Með þeirri sólfangaratækni sem nú er þekkt, er einfaldlega ógerlegt að smíða flugvél sem getur borið nema í hæsta lagi fáeina menn.

Fyrsta mannaða, sólknúna flugvélin er þó miklu eldri. Gossamer Penguin hóf sig á loft frá Shafter-flugvelli í Bandaríkjunum árið 1980. Flugsmiðurinn var dr. Paul MacGready og flugmaðurinn var Marshall, sonur hans, sem þá var aðeins 13 ára.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is