Lifandi Saga

Miðaldir voru ekki myrkar

Hinar evrópsku miðaldir hófust með falli Rómarveldis 476 og lauk með uppgötvun Ameríku 1492. Það orð hefur lengið legið á þessu tímabili að það hafi verið einhvers konar lágdeyða í sögunni og öll framþróun stöðvast. Þetta er alls ekki rétt. Nýjar uppfinningar litu dagsins ljós og háskólar komu til sögunnar.

BIRT: 27/02/2024

Uppfinningar sem auðvelduðu lífið

Tækni þróaðist nokkuð hratt í Evrópu á miðöldum.

 

Ein mikilvægasta uppfinningin var hjólplógurinn sem gerði bændum kleift að plægja stærri akra á skemmri tíma.

 

Fyrir bragðið varð uppskera mun meiri en áður hafði tíðkast.

 

Meðal annarra merkra uppfinninga má nefna spunarokkinn, klukkuna, aktygi fyrir dráttardýr, ístaðið, miklar endurbætur á vindmyllum og svo auðvitað prentlist Johanns Gutenberg 1450.

 

Landbúnaðurinn gaf meiri uppskeru

Það var reyndar ekki bara tæknin sem var bændum hliðholl á miðöldum.

 

Í Norður-Evrópu hafði loftslag lengi verið kalt og rakt en hitastig hækkaði á tímabilinu 950-1250 og ásamt betri tækni jókst landbúnaðarframleiðsla því mikið.

 

Aukið magn matvæla gerði fólksfjölgun mögulega og á árabilinu 1100-1348 tvö- eða þrefaldaðist íbúafjöldi álfunnar.

 

Íbúum Englands fjölgaði úr tveimur milljónum eða svo 1086 upp í 3,8-7,2 milljónir um 1300.

Hjólin gerðu plóginn stöðugri og hann lét betur að stjórn.

Verslun opnaði veröldina

Þótt landafundir tilheyri nýöldinni voru forvitnir ævintýramenn á ferð og flugi um ókunn lönd.

 

Krydd og silki frá Austurlöndum urðu vinsælar lúxusvörur í Evrópu og verslunarleiðir opnuðust og eftir þeim bárust bæði vörur og ný þekking.

 

Ítalskir kaupmenn lærðu t.d. verslunarlög, bókfærslu og bankastarfsemi af arabískum kaupmönum sem voru langt á undan evrópskum í þróun.

 

Byggingarlistin opnaði fyrir ljósið

Kirkjugestir í Saint-Denis kirkjunni hljóta að hafa orðið undrandi þegar þeir sáu litríkt ljós skína í gegnum 10 metra háa glugga í kórnum.

 

Um miðja 12. öld var þessari kirkju, skammt frá París, breytt og hún umbyggð í gotneskum stíl. Hún hefur síðan talist marka tímamót í byggingarsögu Evrópu.

 

Byggingameistarar miðalda hurfu frá litlum gluggum og dimmum kirkjum fyrri tíma.

 

Í staðinn gnæfðu byggingar til himins og margar standa enn.

Með Saint-Denis kirkjunni var rómverski stíllinn yfirgefinn og gotneskur stíll tók við.

Hreinlæti var í hávegum haft

Fram eftir 14. öld var almennt hreinlæti nokkuð gott.

 

Fólk þvoði sér daglega um hendur og ekki var óalgengt að fara í bað tvisvar í mánuði.

 

Þetta breyttist undir lok miðalda, þegar kirkjan lagðist gegn hreinlæti á þeim forsendum að það gæti auðveldlega leitt til syndugs lífernis.

 

Réttaröryggi var bætt – fyrir suma

Eftir margra ára togstreitu við aðalinn, neyddist konungur Englendinga til að skrifa undir réttindaskjalið Magna Carta árið 1215.

 

Magna Carta takmarkaði m.a. rétt konungs til að leggja geðþóttaskatta á þá sem áttu miklar jarðeignir og tryggði líka rétt allra „frjálsborinna“ manna til réttarhalda og dóms áður en til refsingar kæmi.

 

Þótt Magna Carta tryggði í rauninni aðeins rétt þeirra sem áttu stærstar landareignir, telst skjalið nú ein af undirstöðum almenns réttaröryggis.

 

Fyrstu háskólarnir

Fyrsti háskóli sögunnar var stofnaður í Bologna á Ítalíu árið 1088. Á næstu öldum risu háskólar víða í Evrópu.

 

Þessar nýju menntastofnanir áttu það sameiginlegt að vera stofnaðar af kennurum og nemendum í sameiningu. Stofnendurnir vildu öðlast frelsi frá klaustrunum sem fram að því höfðu verið miðstöðvar allrar þekkingar.

 

Aðalfagið var eftir sem áður guðfræði en í háskólunum var líka kennd heimspeki ásamt lögfræði og læknisfræði.

 

Það leið því ekki á löngu áður en konungar gátu skipað vel lærða embættismenn sem sótt höfðu þekkingu utan klaustranna. Vissulega hafði páfinn lagt blessun sína yfir skólana en þeir voru þó ekki eign kirkjunnar.

Í evrópskum háskólum var alls staðar talað sama tungumál: latína.

Lestu meira:

Jeffrey L. Singman: The Middle Ages, Sterling New York, 2013.

 

Chris Wickham: Medieval Europe, Yale University Press, 2016

 

HÖFUNDUR: TRINE JERICHAU ROSLEV

© Bridgeman & Leemage / Getty Images,© Shutterstock,© Chants Royaux

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

Náttúran

Fræðimenn rýna í innsta eðli risaeðlanna 

Menning

Saga kaffisins: Hinir syfjuðu loksins bænheyrðir

Lifandi Saga

Hervegir tengdu keisaradæmið saman 

Lifandi Saga

Barsmíðar og sektir Rómverja sköpuðu ósigrandi hersveitir

Lifandi Saga

Leynivopn Rómverja: Virkið var flutt meðferðis

Alheimurinn

Hvað verður um gaspláneturnar?

Læknisfræði

Hver var fyrsti kvensjúkdómalæknirinn?

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is