Missti höfuðleðrið en lifði af

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Árið 1864 lagði vagnalest upp frá Kansas í átt að New Mexico, 1.100 km leið yfir opið land þar sem indíánar réðu ríkjum.

Meðal þeirra sem ráðnir voru sem aðstoðarsveinar var hinn 13 ára gamli Robert McGee. Foreldrar hans voru látnir og hann varð sjálfur að afla sér lífsviðurværis. Leiðin var hættuleg og framan af kom til minni háttar árekstra við indíána. En eftir 18 daga ferð var skyndilega alvara á ferðum.

Þegar fólkið sat við kvöldmatinn gerðu 150 Sioux-indíánar skyndiárás. Ferðalangarnir voru brytjaðir niður og aðeins einn lifði af, Robert McGee, en hann var þó illa á sig kominn. Fyrst var hann sleginn til jarðar, því næst skotinn og fékk síðan í sig tvær eiturörvar. Að lokum brá höfðinginn, Litla skjaldbaka, hníf sínum og skar af honum höfuðleðrið, þ.e. fláði húðina af hvirflinum.

Þegar hermenn komu til búðanna fundu þeir Robert nær dauða en lífi. Hann var fluttur í herstöð í nágrenninu og komst þar til heilsu. Hann lifði í mörg ár eftir þetta en hár óx aldrei framar á þeim hluta höfuðsins sem höfðinginn fláði.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is