Múmíur frá ýmsum tímum finnast í sömu gröfinni

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Í pýramídabænum al-Lahun, á vesturbakka Nílar og fyrir sunnan Kaíró, hafa egypskir fornleifafræðingar fundið grafreit með 53 vel varðveittum múmíum. Sumar eru allt að 4.000 ára gamlar og lágu í fagurlega skreyttum trékistum í gröfum sem höggnar voru í klöpp.

Auk múmíanna fundu fornleifafræðingarnir 15 málaðar andlitsgrímur, leirmuni, heillagripi og kapellu með fórnarborði. Af múmíunum hafa 4 verið lagðar til hvílu nálægt valdatíma 22. konungsættar, 931-725 f.Kr. Þær eru einkar vel varðveittar, sveipaðar líni, gullskreyttar og málaðar með túrkís- og leirlitum, eins og tíðkaðist á þessum tíma. Aðrar múmíur hafa aftur á móti legið óhreyfðar mun lengur, eða síðan á tímum Miðríkisins á tímabilinu 2061-1786 f.Kr.

Al-Lahun er í grennd við vinina al-Fayyum sem í fornöld var eitt af þremur meginsvæðum Egyptalands ásamt Nílardalnum og óshólmum Nílar.

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is