Jól

Mussolini: Jólin eru hátíð kapítalistanna

Ítalski einræðisherrann hataði jólin og allt sem þeim tilheyrði.

BIRT: 27/12/2023

Mussolini losaði sig við jólin

„Mussolini hefur aftur ráðist til atlögu við jólin“.

 

Þannig ritaði Galeazzo Ciano, utanríkisráðherra Ítalíu og tengdasonur Benitos Mussolini, í dagbók sína árið 1941.

 

Mussolini var nefnilega svarinn andstæðingur jólanna. Hann hafði megna óbeit á kapítalistum og í hans augum voru jólin kapítalísk hátíð sem einvörðungu snerust um græðgi og neyslu.

 

Mussolini var þó sannfærður um að hann gæti ekki beinlínis bannað kaþólskum löndum sínum að halda jólin. Þess í stað lagði hann blátt bann við að dagblöðin fjölluðu með nokkru móti um jólin og fæðingu frelsarans.

 

Á aðfangadagskvöld reyndi hann að halda eins mörgum framámönnum landsins frá kirkjunum og hann mögulega gat, með því að skipuleggja eins marga fundi og hugsast gat.

 

„Jólin eru hvorki meira né minna en enn einn dagurinn í desember. Og ég er sá maður í veröldinni sem hef hvað minnstan áhuga á þessari trúarlegu hátíð“, var haft eftir einræðisherranum.

Þó svo að Mussolini þyldi ekki jólin notaði hann engu að síður tækifærið til að færa sér þá jólagjöf að hækka sjálfan sig í tign.

Nasistar ollu Mussolini vonbrigðum

Kapítalisminn var þó ekki eina ásteytingarefni Mussolinis hvað jólin áhrærði. Honum var í nöp við öll trúarbrögð og batt von við að nasistarnir myndu mynda með sér bandalag gegn jólunum:

 

„Hann er furðu lostinn yfir því“, ritaði tengdasonurinn Ciano, „að Þjóðverjar skuli ekki fyrir löngu vera búnir að banna þessa hátíð sem aðeins minnir hann á eitt, nefnilega fæðingu gyðings sem færði heiminum úrkynjaðar og skaðlegar hugmyndir og sem á útsmoginn hátt lét Ítalíu leysast upp í höndum páfanna“.

 

Mussolini hlaut nýjan titil í jólagjöf

Þrátt fyrir að Mussolini hefði óbeit á jólunum sem hann aðeins áleit vera gjafaregn kapítalistanna, þótti honum engu að síður við hæfi að gera vel við sjálfan sig.

 

Á aðfangadagskvöld, árið 1925, samþykkti hann nefnilega hin svokölluðu jólalög sem breyttu nafnbót hans sem „forseta ríkisstjórnarinnar“ í „forsætisráðherra“.

 

Þessi nýja nafnbót gerði það að verkum að konungurinn var nú sá eini sem gat steypt Mussolini af stóli og að hann þurfti nú ekki lengur að svara fyrir gjörðir sínar gagnvart þinginu.

 

Mussolini hafði gefið sjálfum sér ótvíræða einræðisherranafnbót í jólagjöf.

Lestu meira

G. Williamson: The Age of the Dictators: A Study of the European Dictatorships, 1918-53. Routledge Press, 2007.

HÖFUNDUR: TRINE ROSLEV

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

Köngulóin er sköpuð til að myrða

Lifandi Saga

Fangar í útrýmingarbúðum fölsuðu peninga fyrir nasista

Heilsa

Vísindamenn: Blóðsýni afhjúpa elliglöp 15 árum fyrir einkenni

Maðurinn

Af hverju erum við með mismunandi blóðflokka?

Alheimurinn

Bilaðasta tilraun heims: Komdu með í ferðalag til endimarka alheims

Maðurinn

Getur kláði verið smitandi?

Alheimurinn

Jörðinni var bjargað af illa tvíbura sínum

Heilsa

Fjöldi daglegra salernisheimsókna getur haft afleiðingar fyrir heilsuna

Maðurinn

Genagalli gerir albínóa hvíta

Maðurinn

Hið fullkomna morð er dautt

Lifandi Saga

Teþorstinn knésetti stórveldi

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is