Nanóplástur leysir upp magafituna

Plástur hjúpaður orsmáum nálum getur fengið fitu til að hverfa. Vísindamenn hyggjast nota plásturinn í baráttu gegn offitu og sykursýki

BIRT: 12/10/2023

LESTÍMI:

2 mínútur

Bandarískir sérfræðingar hafa þróað plástur og fyllt með efnum sem umbreyta svokallaðri hvítri fitu í brúna. Þannig hyggjast þeir fjarlægja tiltekna fituvefi líkamans.


 Hvítur fituvefur er orkulager líkamans. Hann sest gjarnan á magann, lærin og mjaðmirnar og varðveitir þannig ofgnótt af orku.

 

Brún fita er hins vegar sjaldgæfari hjá fullorðnum. Hún er full af orkukornum og brennir fitu, t.d. þegar okkur er kalt.

 

Brúnar fitufrumur brenna feiknarlegu magni orku og því hafa vísindamenn í langan tíma unnið að þróun lyfja sem umbreyta hvítum fitufrumur í brúnar.

 

En vandinn við þau lyf er að aukaverkanir eru slæmar fyrir önnur líffæri.

 

Plástur sendir lyfin beint í fitugeymslur

Nú hefur bandarískum vísindamönnum tekist að hanna lyf fyrir útvaldar fitugeymslur hjá músum sem þjást af offitu.

 

Með plástri sem er þakinn agnarsmáum nálum fara nanóagnir með lyf inn undir húðina.

Plásturinn er þakinn röð nála, en hver þeirra er 300 sinnum 800 µm.

Vísindamennirnir límdu nýjan plástur á maga músanna þriðja hvern dag í fjórar vikur.

Fita músanna minnkaði um 20% þar sem plásturinn hafði verið og blóðsykur þeirra lækkaði umtalsvert.

 

Örnálar stinga fitufrumur með mikilli nákvæmni

Nýi plástur sérfræðinganna losar lyf til afmarkaðra svæða og þannig má forðast aukaverkanir.

BIRT: 12/10/2023

HÖFUNDUR: Ritstjórn

HÖFUNDARÉTTUR MYNDA: © COLUMBIA UNIVERSITY MEDICAL CENTER & SHUTTERSTOCK

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is