Nanósvampur sýgur upp olíu

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Tækni

Pappírsþunn motta úr nanótrefjum mun í framtíðinni sjúga í sig olíumengun úr sjó.

 

Þetta er hugsjón hóps vísindamanna við MIT-stofnunina bandarísku.

 

Trefjarnar hrinda frá sér vatni en drekka hins vegar í sig olíu. Mottan er fær um að drekka í sig 20-faldan eigin þunga af olíu og 10-faldan eigin þunga af bensíni.

 

Þessi olíugleypandi motta er gerð svipað og pappír. Í stað sellulósa nota vísindamennirnir einfaldlega trefjar úr kalíum, mangani og súrefni.

 

Þessi einfalda samsetning trefja skapar þannig ódýra lausn á annars dýrum vanda. Frá aldamótum hafa um 200.000 tonn af olíu farið í sjóinn.

 

Og nanómottan hefur einn stóran kost í viðbót.

 

Olíuna sem hún drekkur í sig má vinna úr henni og nýta. Þar eð mottan hrindir svo vel frá sér vatni má svo líka nota hana í hreinsistöðvar þar sem hún dregur í sig vatnshrindandi efni á borð við olíu, sem annars er erfitt að hreinsa úr vatninu.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is