Maðurinn

Nátthrafnar deyja fyrr en morgunhanar. En ástæðan kemur á óvart.

Vísindamenn hafa uppgötvað óheppilega tilhneigingu hjá mörgu B-fólki.

BIRT: 30/03/2024

Í stórri finnskri rannsókn sem stóð yfir í 37 ár hafa vísindamenn fundið skýrt mynstur.

 

Fólk sem fer seint að sofa á fremur á hættu að deyja tiltölulega snemma en fólk sem fer snemma að sofa.

 

Það kemur þó á óvart að svefnvenjan er ekki ástæðan.

 

Vísindamennirnir telja skýringuna fremur þá að nátthrafnarnir hafi tilhneigingu til að drekka og reykja meira en morgunhanarnir.

 

Þetta kemur fram í rannsókn sem birt var í  Chronobiology International.

 

Niðurstöðurnar byggja á gögnum 22.976 finnskra fullorðinna tvíbura sem vísindamennirnir fylgdust náið með á árabilinu 1981-2018.

 

42,9% skilgreindu sig sem afgerandi eða oft kvöldhresst fólk.

 

Fyrri rannsóknir hafa bent til að fólk sem fer seint að sofa hafi hærri dánarlíkur og tilhneigingu til meiri áhættusækni en svokallað A-fólk.

 

Þessi rannsókn bendir hins vegar til að meiri dánarlíkur B-fólks stafi ekki af þessum svefnvenjum.

 

Níu prósent meiri líkur á að deyja

Á þeim 37 árum sem rannsóknin stóð yfir létust 8.828 af þátttakendunum.

Greina má 6 manngerðir

Rússneski svefnsérfræðingurinn Arcady A. Putilov greindi bæði A- og B-týpur en líka fjórar aðrar gerðir.

Morguntýpan (A-fólk)

A-fólk er morgunhresst og miðlungshresst um miðjan dag en verður þreytt á kvöldin.

Kvöldtýpan (B-fólk)

B-fólk er sljótt á morgnanna, miðlungshresst um miðjan dag en mun hressara á kvöldin.

Hávirka týpan

Þessi manngerð heldur stöðugt mikilli virkni og er hresst allan daginn.

Siestatýpan

Þetta fólk er morgunhresst en þarf að fá sér lúr um miðjan dag og er miðlungsvirkt á kvöldin.

Daghressa týpan

Þetta fólk er lengi að komast í gang og er hressast um hádaginn en miðlungsvirkt á kvöldin.

Lágvirka týpan

Þetta fólk er miðlungsvirkt allan tímann frá morgni til kvölds.

Við athugun á finnskum dánarskráningum sáu vísindamennirnir að dánarlíkur voru 9% hærri hjá þeim sem skilgreindu sig sem afgerandi kvöldhresst fólk en hinum sem skilgreindu sig áberandi morgunhresst fólk, alveg án tillits til ástæðu andlátsins.

 

Það B-fólk sem ekki reykti og drakk ekki nema í hófi, reyndist þó alls ekki hafa neitt meiri dánarlíkur en aðrir.

 

Finnsku vísindamennirnir treystu sér þess vegna til að álykta að hærri dánartíðni B-fólksins væri ekki bara sú að þetta fólk færi seint í háttinn, heldur væri skaðvaldurinn tilhneigingin til að reykja og drekka.

 

Við greininguna var tekið tillit til þátta á borð við menntun, BMI og svefnvenjur ásamt því hversu mikið fólk reykti og drakk.

HÖFUNDUR: NANA FISCHER

Shutterstock

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Náttúran

6 atriði sem þú ættir að vita um skeggskottu: Gráðugur ættingi silfurskottunnar gæti brátt hertekið heimili þitt

Tækni

Lúxus eftir dómsdag: Lítum á skýli milljarðamæringanna

Menning og saga

Indiana Jones raunveruleikans leitaði að sáttmálsörkinni

Náttúran

Átvögl sjávarins geta kælt loftslagið

Lifandi Saga

Í bók frá miðöldum leyndist óþekkt portrett af Michelangelo

Tækni

Edison gegn Tesla: Meistarar rafmagnsins hötuðust

Maðurinn

7 magnaðar staðreyndir um augu þín

Tækni

Minnislisti nördanna: Búnaður

Tækni

Nú fá róbótar siðferðilegan áttavita

Heilsa

Ný tækni vekur latar sáðfrumur

Jörðin

Glóandi sprengingar skapa hljóðhöggbylgjur

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is