Náttúran

Náttúruval getur átt sér stað á leifturhraða

Fyrir 150 árum skýrði Charles Darwin frá því í riti sínu, Uppruni tegundanna, að allar lífverur jarðar hefðu eitt sinn verið skyldar. Hann greindi einnig frá því hvernig nýjar tegundir gátu myndast, það er að segja með náttúruvali. Í dag geta vísindamenn svo horft á náttúruvalið eiga sér stað, svo að segja fyrir augunum á sér.

BIRT: 04/11/2014

Þegar við virðum fyrir okkur lífið umhverfis okkur leikur enginn vafi á að tegundirnar hafa lagað sig að umhverfi sínu.

 

Í riti sínu, Uppruni tegundanna, lýsti Charles Darwin (1809-1882) því hvernig allar mögulegar aðstæður, allt frá útbreiðslumynstri dýra og jurta, útdauðra tegunda, og yfir í þróun furðulegs hegðunarmynsturs, eigi rætur að rekja til ofur einfaldrar starfsemi, sem nefnist náttúruval.

 

Vísindamenn hafa tekið saman lista með dæmum um hversu skjótt megi í raun koma auga á áhrif náttúruvals. Í mörgum tilvikum geta þeir varpað ljósi á hvað gerst hefur í erfðavísunum.

 

Sem dæmi má nefna gúbbífiskinn, en um er að ræða ofursmáan fisk, sem lifir í ám í Suður- og Mið-Ameríku.

 

Karlfiskarnir eru yfirleitt litríkir, með langan sporð, og eru þeir fyrir vikið mjög vinsælir í fiskabúrum. Hins vegar eru karlfiskarnir ekki alltaf litríkir, því í tilteknum ám í Trinidad eru þeir ósköp fábreytilegir á að líta.

 

Vísindamenn hafa komist að raun um að fiskarnir eru lítt áberandi í ám sem mikið leynist af ránfiskum í. Í fljótu bragði mætti því ætla að áberandi litir væru ekki mjög gæfulegir, því ránfiskar kæmu auðveldlega auga á slíka fiska og að vænlegra væri að falla inn í umhverfið.

 

Vísindamennirnir vildu sannreyna þessa kenningu sína og í því skyni veiddu þeir nokkra ránfiska og slepptu þeim lifandi út í á sem mikið leyndist af litríkum gúbbífiskum í.

 

Líkt og við var að búast glötuðu karlfiskarnir sterku litunum eftir nokkrar kynslóðir. Litríku karlarnir urðu nefnilega að fæðu fyrir ránfiskana á meðan hinir litlausu settu svip sinn á komandi kynslóðir.

 

Nýr óvinur þaggaði niður í karldýrunum

 

Ekki er gott að segja hvaða erfðafræðilegu breytingar áttu sér stað í tilraununum í Trinidad en margt bendir til þess að breytingar hafi orðið í samsetningu ýmissa erfðavísa.


Í öðrum tilvikum getur náttúruval leitt af sér örar og undraverðar breytingar með því að áhrifanna gætir í einum stökum erfðavísi.

 

Kyrrahafsengisprettan barst til Hawaii-eyjanna undir lok 19. aldar. Þar gafst tegundinni kostur á að breiða úr sér, þar til annað aðkomudýr barst til eyjarinnar, nefnilega fluga sem nefnist Ormia ochracea. Fluga þessi verpir eggjum í syngjandi engisprettukarldýrum, sem mjög nákvæm heyrn flugunnar gerir henni kleift að leita uppi.

 

                                                                                                            Ormia ochracea

 

Lirfurnar éta sig inn í hýsilinn áður en þær breytast í púpur. Flugan á upprunalega rætur að rekja til Bandaríkjanna og Mexíkó og þar verpti hún í allt aðrar tegundir af engisprettum.

 

Á Hawaii komst flugan svo í tæri við hýsil sem aldrei hafði lifað í sambýli við flugu á borð við Ormia og hafði þess vegna ekki yfir að ráða neinu varnarkerfi gagnvart henni.

 

Árið 1991 hófu vísindamenn að fylgjast með atferli engisprettunnar á eynni Kauai, en þar minnkaði stofninn fljótlega í takt við að fleiri karldýr urðu flugunum að bráð.

 

Árið 2001 var aðeins ein engispretta enn að syngja og eyjan var orðin svo gott sem hljóðlaus. Erfitt er fyrir menn og flugur að finna engisprettur þegar þær gefa ekki frá sér hljóð en að tveimur árum liðnum komust vísindamennirnir að raun um að engispretturnar hefðu engan veginn horfið frá Kauai en þær hefðu aftur á móti hljóðnað.

 

Engispretturnar mynda hljóð með því að núa kambi á öðrum framvæng yfir tennur á hinum framvængnum.

 

Engispretturnar á Kauai höfðu hins vegar misst þennan kamb og gátu fyrir vikið ekki lengur sungið, jafnvel þótt þær hefðu reynt það. Flugurnar áttu fyrir vikið miklu erfiðara með að finna fórnarlömb sín og þöglu karldýrin lifðu af, þó svo að syngjandi bræður þeirra fórnuðu lífi sínu.

 

Eftir um það bil tuttugu kynslóðir voru langflest engisprettukarldýrin orðin þögul, þó svo að nokkrir karlanna syngju ennþá en þeir hinir sömu nutu mestrar hylli meðal kvendýranna.

 

Þegar vísindamennirnir rannsökuðu þöglu karldýrin komust þeir að raun um að ein stök stökkbreyting olli því að dýrin misstu kambinn á framvængnum. Stökkbreytingin tengdist meira að segja kynlitningi.

 

Erfðavísar mannsins stökkbreytast

Í erfðamassa mannsins, þ.e. í erfðamenginu, er að finna á bilinu 20.000 til 25.000 erfðavísa.

 

Þó svo að vísindamenn hafi öðlast allnokkra yfirsýn yfir staðsetningu stakra erfðavísa og annarra erfðalykla á erfðaefni litninganna, þá er starfsemi flestra þeirra enn hulin ráðgáta. Engu að síður er unnt að sýna fram á að margir þeirra verði að miklu leyti fyrir náttúruvali hjá nútímamanninum.

 

Í Kyrrahafsengisprettunni var að finna að minnsta kosti tvær gerðir af geninu sem gerði karldýrin þögul, þ.e. hefðbundnu gerðina og nýja stökkbrigðið.

 

Þannig er þessu nánast ætíð farið þegar einstakir erfðavísar eru grannskoðaðir. Yfirleitt eru til nokkur afbrigði af hverjum erfðavísi og munurinn á milli þeirra getur verið agnarsmár.

 

Ef við t.d. hugsum okkur þúsund manns, getur sýnt sig að tiltekinn erfðavísir sé fyrir hendi í fimm ólíkum gerðum og eru sumar þeirra algengar en aðrar sjaldséðar. Hver maður hefur í sér mest tvær gerðir af geninu, aðra frá föður og hina frá móður, og í mörgum tilvikum eru báðar gerðirnar eins. Ef ekki væri um neitt val að ræða myndu ólíkar gerðir erfðavísanna dreifast á tilviljanakenndan hátt.

 

Á undanförnum árum hefur erfðaefni fólks frá ólíkum heimshornum verið borið saman.

 

Niðurstöðurnar koma á óvart en þær leiða í ljós að samsetning erfðavísagerða er alls ekki tilviljanakennd. Sumar gerðir ólíkra erfðavísa heyra langtum oftar saman en gera mætti ráð fyrir. Engu er líkara en að þær erfist saman. Eina hugsanlega skýringin er að hluti genamengisins verði fyrir náttúruvali.

 

Sumar gerðir erfðavísanna eru þeim sem þá hafa greinilega til framdráttar.

 

Við vitum yfirleitt ekki fyrir víst á hvern hátt, en sem dæmi getur verið um að ræða aukinn viðnámskraft. Þær gerðir sem auðvelda þeim sem þá bera að spjara sig munu berast tiltölulega hratt til margra afkomenda og um leið munu þær auðvelda sumum af hinum gerðunum leiðina.

 

Því er engu líkara en að erfðavísarnir séu tengdir hver öðrum. Það sem mesta furðu vekur við þessar rannsóknir er að um er að ræða verulega umfangsmiklar breytingar á erfðamengi okkar.

 

Ýmislegt bendir til þess að minnst fjórðungur af erfðamengi nútímamannsins verði fyrir sterku náttúruvali: Við getum með öðrum orðum búist við stórstígum þróunarbreytingum hjá okkar eigin tegund í nánustu framtíð.

 

Margir héldu nefnilega að nútímamaðurinn hefði losað sig undan náttúruvalinu með m.a. bættum lifnaðarháttum og nýjum lyfjum, sem bjarga mörgu fólki sem ellegar hefði látist um aldur fram áður fyrr.

 

Hugsanlega er náttúruvalið því háð allt öðrum þáttum.

 

Hugsanlega erum við í þann mund að venjast ýmsum fæðutegundum, ellegar þá ræðst valið af því hve vel líkamar okkar bregðast við hinum ýmsu gerðum lyfja.

 

Það kann að hljóma kaldhæðnislega en þekking okkar á erfðamengi mannsins er svo fjölþætt að talsvert erfiðara getur reynst að henda reiður á náttúruvalinu og samspili þess hjá okkur mönnunum en engisprettunum á Hawaii.

 
 

Náttúran

Krabbar hafa farið sömu ferðina 17 sinnum

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Maðurinn

Er veganmatur óhollur börnum?

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Náttúran

Risaeðlubeinagrind seld fyrir meira en sex milljarða króna á uppboði.

Lifandi Saga

Ísraelski vígamaðurinn: Vill lifa í friði með Palestínumönnum

Maðurinn

Er hægt að verða gráhærður á einni nóttu?

Heilsa

Hrotur geta verið vísbending um hjartasjúkdóm: Einn hópur er í sérstakri áhættu

NÝJASTA NÝTT

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Maðurinn

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Maðurinn

Þannig getum við nýtt drauma okkar

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

Jörðin

Jörðin eftir manninn

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Jörðin

99 stórborgir eru að sökkva

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Munnvatnið er fullt af eitri

Maðurinn

Gæludýr koma í veg fyrir offitu og ofnæmi meðal barna

Náttúran

Hvernig bárust kettir til Ameríku?

Heilsa

Er mikið um kyrrsetu hjá þér í vinnunni? Þá getur kaffi lengt líf þitt samkvæmt stórri rannsókn.

Heilsa

Lækning gegn útbreiddum meltingartruflunum finnst í flestum eldhúsum.

Vinsælast

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Myndir af einangruðum ættflokki sýna mannlegan harmleik, samkvæmt verndarsamtökum

3

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

4

Jörðin

Jörðin eftir manninn

5

Spurningar og svör

Hvað á eiginlega að gera við kjarnorkuverið í Tjernobyl?

6

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

1

Maðurinn

Bakteríur leysa vind í munni okkar

2

Maðurinn

Geta matvörur varið húðina gegn útfjólubláum geislum sólar?

3

Jörðin

Jörðin eftir manninn

4

Heilsa

Kostir þess að vera nátthrafn

5

Lifandi Saga

Hvað átti sér stað við Wounded Knee árið 1973?

6

Maðurinn

Gerið það sama og þúsundir gera á samfélagsmiðlum: Verið þakklát og lifið lengur

Heilsa

Læknar hafa grætt heilt auga í mann

Maðurinn

Nú geta vísindamenn ráðskast með drauma okkar

Tækni

140.000 veirutegundir hafa fundist í þarmaflórunni

Maðurinn

Kornabörn þekkja móðurmálið sitt

Læknisfræði

Hvers vegna fáum við ofnæmi?

Maðurinn

Lamaður maður gengur fyrir eigin hugarafli

Lifandi Saga

Dans indíána orsakaði blóðbaðið við Wounded Knee

Heilsa

Rannsókn: Tæp skeiðfylli af þessari fitutegund daglega dregur úr hættu á heilabilun

Maðurinn

Er hollt að gefa blóð?

Tækni

Vandamál sem gat orðið aðkallandi

Maðurinn

Efnaskiptin eru stöðug frá 20 til 60 ára aldurs

Maðurinn

Er siðblindingi á vinnustaðnum þínum?

Er hægt að verða sólbrúnn í skugga?

Er sólarvörn yfirhöfuð nauðsynleg ef dvalið er í skugga mestallan daginn?

Maðurinn

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.