Nú eiga eldflaugar að sigla til jarðar

Segl hraða falli eldflauganna

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Gamlar skotflaugar eru til vandræða í geimnum þar sem þær hringsóla nú um jörðu ásamt öðru geimrusli og valda hættu á árekstrum við t.d. gervihnetti. En nú hafa vísindamenn hjá fyrirtækinu EADS Astrium, sem framleiðir evrópsku eldflaugina Ariane 5, stungið upp á óvæntri lausn: Á eldflaugarnar má einfaldlega setja segl.

 

Hlutar þeirra eldflauga sem notaðar eru til að skjóta upp gervihnöttum, geta verið heila öld á sveimi áður en þær ná inn í gufuhvolfið, þar sem þær brenna upp. Með því að útbúa eldflaugina með segli sem flettist sundur eftir að eldflaugin hefur skilað af sér farminum, má stytta þennan tíma niður í 25 ár.

 

Stórt yfirborð seglsins skapar mótstöðu og hægir nægilega á eldflaugaþrepinu til að gufuhvolfið nær tangarhaldi á því mun fyrr.

 

Seglið verður gert úr næfurþunnri himnu og fest á álramma sem haldið verður sundur með köfnunarefnisgasi. Til að draga skotþrep Ariane 5 hraðar inn að gufuhvolfinu þarf seglið að vera 350 fermetrar að flatarmáli. Í fyrstu atrennu hyggjast vísindamennirnir þó prófa tæknina á gervihnetti.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is