Nú eiga sólarsegl að knýja geimför

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Gamall geimferðadraumur er nú loks að verða að veruleika: geimför sem knúin verða áfram af orkunni frá ljóseindum sólarinnar þegar þær skella á næfurþunnri seglhimnu.

 

Einkafyrirtækið „The Planetary Society“ sendi reyndar árið 2005 á loft gervihnött með sólarsegli, en galli í rússnesku eldflauginni sem átti að koma honum upp leiddi til þess að tilraunin rann út í sandinn. En nú er sem sagt komið að því. Fyrirtækið hefur notað þessi 5 ár til að þróa nýja tækni sem gerir mögulegt að minnka sólarseglið til muna. Með minna segli lætur gervihnötturinn betur að stjórn og fljótlegra verður að auka hraðann.

 

Þetta er kostur þar eð gervihnötturinn á að rannsaka ýmis fyrirbæri í geimnum, m.a. hina svonefndu sólstorma, eins konar segulóveður frá sólinni, sem geta valdið truflunum á fjarskiptum og kerfum fjarskiptahnatta á braut um jörðu. Hjá „The Planetary Society“ eru þrjár gerðir segldrifinna gervihnatta á teikniborðinu. „LightSail-1“ á að verða tilbúinn á þessu ári og fara á braut um jörðu í 800 km hæð. Tilgangurinn er að ganga úr skugga um að tæknin virki. Gangi allt að óskum verður „LightSail-2“-gerðin búin stærra segli og „LightSail-3“ enn stærri. Báðar gerðirnar eiga að annast viðameiri verkefni. Þannig á „LigthSail-3“ að geta farið allt út undir braut Júpíters og inn að braut Venusar.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is