Nú koma hjólastólar fyrir fötluð smábörn

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Ný vitvél getur nú hjálpað jafnvel mjög ungum börnum að stýra litlum hjólastól.

 

Yfirleitt þurfa fötluð börn að vera orðin 5-6 ára áður en þau fá hjólastól og það er allt of seint, segja Bandaríkjamennirnir tveir sem smíðuðu þetta tæki, sjúkraþjálfarinn Cole Galloway og verkfræðingurinn Sunil Agrawal við Delaware-háskóla.

 

Heili ungra barna örvast og þroskast í samhengi við hreyfingar þeirra, svo sem þegar þau skríða um og rannsaka heiminn á hverjum degi.

 

Fyrri rannsóknir hafa sýnt að allt niður í 7 mánaða gömul börn geta notað stýripinna og það var því ekki sá hluti verksins sem olli uppfinningamönnunum mestum vanda.

 

Helsta vandamálið vð að setja ársgamalt barn í rafknúinn hjólastól með stýripinna, felst í því að barnið nær ekki alltaf að stýra framhjá hindrunum eða nema staðar í tæka tíð.

 

Frumgerð tækisins er því búin skynjurum sem senda boð til aðaltölvunnar um að stöðva stólinn áður en árekstur verður, eða jafnvel að óhætt sé að fara yfir smáhluti ef það skapar örugglega enga hættu. Auk þess sem tækið veitir ungum börnum betri þroskamöguleika, fá þau jafnframt meiri möguleika til að umgangast jafnaldra sína.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu með áskrifandi að blaðinu?

Áskrifendur geta fengið áskrift af vefnum hér

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is