Maðurinn

Núllstilling ónæmiskerfis læknar mænusjúkdóm

Þúsundir sjúklinga með mænusigg eru nú bundnir við hjólastóla. Sjúkdómurinn verður þess valdandi að ónæmiskerfið ræðst á taugafrumurnar, þannig að sjúklingurinn missir stjórn á vöðvahreyfingum sínum. Með því að þurrka út minni ónæmiskerfisins hafa læknar nú hjálpað mörgum sjúklingum. Það vekur vonir um skilvirkari meðhöndlun á þessum áður ólæknandi sjúkdómi.

BIRT: 04/11/2014

Varnir líkamans gegn sjúkdómum, sýklum, aðskotahlutum og öðrum ógnum úr umhverfinu stjórnast af ónæmiskerfinu. En stundum tekur kerfið upp á því að líta á eigin frumur líkamans sem óvini og beinir vopnum sínum gegn þeim. Þetta getur leitt til alvarlegra sjúkdóma eins og sykursýki, gigtar og mænusiggs, sem eru allir ólæknandi með hefðbundnum meðferðum þar sem ónæmiskerfið gleymir ekki því sem það hefur metið sem „óvin“. Því hafa sérfræðingar íhugað hvort „núllstilling“ á ónæmiskerfinu gæti haldið aftur af svonefndum sjálfsofnæmissjúkdómum og þessi ráðagerð virðist ætla að bera góðan ávöxt.

 

Í nýrri klínískri tilraun sem birt var í mars 2009 hafa bandarískir læknar gjöreyðilagt allt ónæmiskerfi sjúklinga með mænusigg og síðan endurmyndað það frá grunni út frá eigin stofnfrumum sjúklinganna. Þannig öðlaðist endurfætt ónæmiskerfi nýtt tækifæri til að bera kennsl á eigin frumur líkamans og skilgreina þá sem vini sem ekki má ráðast á. Eftir að hafa fylgt sjúklingunum í allt að fjögur ár eftir meðferðina geta læknar nú staðfest að þróun sjúkdómsins hefur stöðvast hjá öllum sjúklingunum og að sumir þeirra hafa ennfremur öðlast nokkurn bata á áður ólæknanlegum sjúkdómum.

 

Sjúkdómurinn herjar við 20 – 40 ára aldur

 

Mænusigg (Multiple sclerosis) er taugasjúkdómur sem ágerist smám saman á mörgum árum. Hann kemur oftast fyrst fram á aldrinum 20 – 40 ára í formi og hjá flestum í köstum, þar sem sjúklingurinn upplifir snerti- eða sjóntruflanir, minnkun í vöðvastyrk ásamt einbeitingar- og minnisglöpum. Einkennin hverfa oft, en geta varað frá nokkrum dögum upp í margar vikur eða jafnvel mánuði. Oft minna þau í fyrstu á sakleysislega hluti eins og t.d. dofa í höndum sem getur valdið því að sumir leita ekki til læknis og áætlað er að í 30 – 70% tilvika finni sjúklingurinn aldrei meira til sjúkdómsins.

 

Hjá hinum koma köstin hins vegar aftur einu eða tvisvar sinnum á ári og eftir hvert kast er almennt ástand sjúklingsins að jafnaði nokkuð verra, þ.e.a.s. lítill hluti einkennanna verður viðvarandi. Þá er talað um að sjúkdómurinn sé bundinn köstum, þ.e.a.s. hann kemur og fer. Hjá um helmingi sjúklinga þróast sjúkdómurinn eftir 10 – 30 ár í krónískt form. Þá versnar stöðugt ástand sjúklingsins án þess að nauðsynlega sé um köst að ræða sem endar með því að hann er ófær um að hreyfa sig. Þessi gangur sjúkdómsins frá því að koma í köstum yfir í illvígari síðari fasa einkennir um 85% allra sjúklinga með MS. Hin 15% þjást af MS-gerð er ágerist frá upphafi og einkennin verða sífellt illvígari.

 

Stofnfrumur mynda nýtt kerfi

 

 

Öll núverandi lyf gegn MS eiga það sameiginlegt að þau geta dregið úr fjölda kastanna og seinkað framgangi sjúkdómsins en engin þeirra geta snúið við þróuninni og þannig hindrað að sjúklingurinn verði öryrki bundinn hjólastól eða jafnvel rúmfastur. Þess vegna þykja það stórkostleg tíðindi í meðferð MS að nýr kúr geti bætt ástand sjúklinganna og haldið flestum þeirra lausum við köst í áraraðir. 17 af 21 sjúklingi fengu þannig engin ný köst í þau 2 til 4 ár sem tilraunin stóð. Flestir þeirra öðluðust umtalsverðan bata og tveir sjúklingar fundu að þeir – frá því að hafa ekki getað gengið meira en 100 m aðstoðarlaust – voru að mestu lausir við einkenni sjúkdómsins aðeins tveimur árum eftir meðferðina.

 

Richard Burt og félagar hans við Northwestern University í Chicago, BNA, hófu meðferðina á 21 sjúklingi með því að sprauta þá með cyclofosfamídi en það er kemísk meðferð sem verður til að stofnfrumurnar í beinmerginum losna og fljóta út í blóðrásina.

 

Þessu næst tóku þeir blóð úr sjúklingunum og síuðu stofnfrumurnar frá rauðum og hvítum blóðkornum úr blóðinu. Þetta er mögulegt þar sem stofnfrumur einkennast af tilteknu prótíni, CD34, á yfirborði þeirra og þannig má tengja þær við mótefni sem er einmitt beint að CD34-prótíninu.

 

Hreinsaðar stofnfrumur úr beinmerginum voru nú frystar niður til síðari tíma notkunar. Á meðan voru sjúklingarnir settir í skæða kemíska meðferð sem drap allt ónæmiskerfi líkamans.

 

Þegar nú var búið að eyðileggja ónæmiskerfið voru eigin stofnfrumur sjúklingsins þíddar upp og sprautað aftur í blóðrásina. Stofnfrumurnar héldu sjálfar aftur í beinmerginn þar sem þær tóku smám saman að endurmynda allar frumur ónæmiskerfisins. Þetta er ferli sem tekur marga mánuði og því þurfti að meðhöndla sjúklingana með sýkla-,veiru-, og sveppadrepandi lyfjum í allt að eitt ár eftir inngripið þar til ónæmiskerfið var nægjanlega burðugt til að kljást við sýkingar.

 

Segja má að með þessu móti hafi ónæmiskerfið endurfæðst og að það hafi þurft að læra upp frá grunni að bera kennsl á ekki aðeins skaðlegar veirur og bakteríur sem óvini, heldur einnig að líta á eigin frumur líkamans sem vinveittar.

 

Ónæmiskerfi byrjar upp á nýtt

 

Lykillinn að þessari nýju meðferð gegn mænusýki er einmitt tilkominn sem afleiðing þess að ónæmiskerfið tekur einhverju sinni, þegar sjúklingurinn er fullorðinn, að ruglast í ríminu og álítur hluta miðtaugakerfisins óvinveittan. Síðan ræðst það gegn taugum þrátt fyrir að þær séu hluti líkamans.

 

Hugmyndin að baki stofnfrumuígræðslunni er að þessi villuboð gerist örsjaldan og munu því ekki endurtaka sig þegar gjörvallt ónæmiskerfið hefur verið endurmyndað og byrjar upp á nýtt. Vísindamenn vita ekki enn hvað verður þess valdandi að ónæmiskerfið tekur að ráðast á taugatengingar í miðtaugakerfinu þ.e.a.s. í heila og mænu. Sérhver taug hefur fjölmarga litla tengiþræði, svonefndar gripplur, ásamt stökum löngum taugaþráðum, síma, til tauga sem jafnan eru lengra í burtu. Símanum er ætlað að leiða rafboð yfir nokkrar fjarlægðir sem t.d. geta náð frá auga til sjónstöðvar aftast í heila eða frá heilanum og langt niður eftir mænunni.

 

Rétt eins og venjuleg rafleiðsla eru þessar löngu taugatengingar einangraðar með mýelín-slíðri. Mýelín samanstendur af 80% fitu ásamt 20% prótínum og er svonefnt grunnmýelínsprótín drjúgur hluti þess. Það er þetta prótín sem ónæmiskerfi MS-sjúklinga álítur óvinveitt og tekur að eyðileggja það.
Afleiðingin er sú að hið einangrandi lag af mýelíni brotnar niður þannig að taugaboðin verða bæði veikari og hægari. Miðtaugakerfið á nú stöðugt erfiðara með að viðhalda innbyrðis samskiptum og þegar taugar hljóta ekki reglulega örvun hrörna þær smám saman – með þessum hætti geta á lengri tíma orðið óviðráðanlegir skaðar í heila og mænu. Þessar skemmdir má sjá með heilaskönnun sem ljós svæði, örvefsskellur, í heilanum. Þær eru örugg klínísk greining á að um MS er að ræða.

 

Klínískt mat á þróun sjúkdómsins felst því í að fylgjast með fjölda af slíkum örvefsskellum og því voru sjúklingar Richard Burts skannaðir bæði fyrir stofnfrumuígræðsluna og eftir með reglulegu millibili. Hjá tveimur sjúklinganna minnkaði fjöldi skellanna, þ.e.a.s. hið einangrandi lag tauganna endurmyndaðist sums staðar, en hjá 14 sjúklingum reyndist ástandið stöðugt og einungis 5 sjúklingar fengu fleiri skellur á næstu árum.

 

Sjúklingar hlutu greinilegan bata

 

Þar sem MS hefur mikil áhrif á getu sjúklinga til að stjórna vöðvum í fótum og þar með hæfnina til að ganga er stuðst við svonefndan EDSS-kvarða til að meta sjúkdómsstöðuna með tilliti til örorku. Kvarðinn er skilgreindur frá 0,0 til 10,0 og með gildi undir 4,0 eiga menn aðeins í litlum erfiðleikum með gang, en geta hins vegar haft mismiklar sjón- og skyntruflanir, erfiðleika við þvaglát og hægðarlosun ásamt öðrum einkennum. Við gildið 4,0 er þeim erfitt að ganga meira en 500 m hvíldarlaust eða án aðstoðar en menn geta þó haldið einhverri starfsorku. Þegar gildið á EDSS hefur náð 6,0 þurfa menn alla jafnan hækju til að ganga 100 metra og þegar 8,0 er náð, eru fæturnir svo illa haldnir að flestir verða að vera rúmliggjandi. Við hærri gildi missir sjúklingurinn stjórn á höndum ásamt getunni til að tala eða kyngja.

 

Þeir tveir sjúklingar Richard Burts sem verst voru haldnir, voru fyrir meðferðina metnir með 5,5 á EDSS, en voru komnir í 2,0 á aðeins tveimur árum. Þrír sjúklingar sem upprunalega voru með EDSS-skor milli 2,0 og 3,5, voru einkennalausir eftir meðhöndlunina og gátu státað af EDSS-skori sem nam 0,0. Við PASAT2-prófið, sem mælir hugræna getu með því að láta sjúklingana leggja saman röð talna í huganum á tveimur sekúndum, féll meðaltal rangra svara frá 50% í aðeins 30%. Annað próf sem mælir fínhreyfingar með því að láta sjúklingana koma litlum nálum fyrir í smáu gati sýndi að niðurstöðurnar urðu að meðaltali 15% hraðari að meðferð lokinni.

 

Meðferðin lofar góðu

Þetta nýja meðferðarform með stofnfrumuígræðslu hefur þannig veitt ótrúlega góðar niðurstöður og þrátt fyrir að fjöldi þátttakenda sé til þessa tiltölulega lítill bindur Richard Burt miklar vonir við aðferðina – jafnvel gagnvart öðrum sjálfsofnæmissjúkdómum. Undanfarin ár hefur hann reynt sömu meðferð á sjúklingum með sambærilega sjúkdóma og á því sviði hefur hann einnig náð afar lofandi árangri.

 

Í tilraun sem var birt í apríl árið 2009 hefur hann í samstarfi við brasilíska lækna fylgt 23 sjúklingum með sykursýki 1, sem hálfu ári áður fengu núllstillt ónæmiskerfi sitt. 12 þeirra gátu að meðferð lokinni spjarað sig án insúlíns það sem eftir lifði tilraunatímans og höfðu þannig í raun náð fullum bata, meðan 8 aðrir þurftu aðeins lítið magn af insúlíni. Meðferð þessi var einnig prófuð árið 2006 á 50 sjúklingum sem þjáðust af einatt banvæna sjálfsofnæmissjúkdóminum Rauður úlfur (SLE), þar sem líffæri eins og t.d. hjarta, lungu og lifur eru brotin niður af ónæmiskerfinu. Hér náðu Richard Burt og félagar hans fram lægri dánartíðni meðal sjúklinganna og hjá sumum þeirra stöðvaðist niðurbrot líffæranna. Þá má geta um eitt tilvik frá 2009 þar sem kona nokkur var við það að missa bæði sjón og heyrn, þar sem ónæmiskerfi hennar réðist á sjón- og heyrnartaugar, en þá reyndist stofnfrumuígræðsla geta stöðvað framgang sjúkdómsins.

 

Margt bendir því til að unnt verði í nánustu framtíð að lækna margvíslega alvarlega og til þessa ólæknandi sjálfsofnæmissjúkdóma með því að senda ódælt ónæmiskerfi í endurhæfingu, svo það gleymi sínum slæma ávana.

 
 

Jörðin

Hnattræn hlýnun veldur meiri ókyrrð í lofti

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Tækni

Rafhlaða sem má innbyrða

Lifandi Saga

Áhugamenn finna ótrúlega fjársjóði

Heilsa

Heilaboðin að baki langvinnum sársauka ráðin

Náttúran

Frostið skapar listaverk í náttúrunni

NÝJASTA NÝTT

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Maðurinn

Hversu margt tónlistarfólk þjáist af heyrnarskerðingu?

Læknisfræði

Hvenær byrjuðu læknar að nota eter?

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

Lifandi Saga

Frelsisstyttan átti að hrópa til borgaranna

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

Maðurinn

Mannfólkið hefur kysst í 4.500 ár

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

Læknisfræði

Ný tækni græðir sár þrefalt hraðar

Alheimurinn

Nú eru tungl Satúrnusar 146

Fáðu aðgang að vÍSINDI.IS

Ókeypis í 2 vikur!

 

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

 

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

 • Fullur aðgangur að visindi.is
 • Frábærar myndir og myndbönd
 • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
 • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
 • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Nærri önnur hver dýrategund í hættu

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Náttúran

Hvað er þungt vatn?

Lifandi Saga

Umdeilt starf dóttur nasista

Lifandi Saga

Sameinuðu þjóðirnar risu upp úr ösku seinni heimstyrjaldarinnar

Lifandi Saga

Hvenær hafa fiskikvótar leitt til stríðs? 

Maðurinn

Hvernig starfar minnið?

Vinsælast

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Læknisfræði

D-vítamín ver gegn sjálfsofnæmissjúkdómum

4

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

5

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

6

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

1

Lifandi Saga

Ótrúlegur dagur í flugstjórnarklefanum: Flugmaðurinn sogaðist út um gluggann

2

Náttúran

Risavaxin sjávarskrímsli vakin til lífs slá öll met. 

3

Heilsa

Gull afhjúpar krabbamein

4

Lifandi Saga

Hvaða land hefur oftast farið í stríð?

5

Náttúran

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

6

Lifandi Saga

Allir sötruðu þeir kaffi í Vínarborg árið 1913

Menning

Hvers vegna hefur talan sjö svona töfrandi merkingu?

Heilsa

Er lausasölulyf þitt hrein lyfleysa? Fræðimenn efast

Náttúran

Hafa plöntur skilningarvit?

Alheimurinn

Svarthol rekið á flótta

Maðurinn

Verða konur hrukkóttari en karlar?

Jörðin

Sveiflur háloftastrauma gætu drekkt Skandinavíu

Lifandi Saga

Hvenær hættum við að nota brjóstmæður? 

Lifandi Saga

Agatha Christie hverfur sporlaust

Jörðin

Eldfjöll þöktu jörðina kvikasilfri

Lifandi Saga

Fyrsta bólusetningin vakti skelfingu meðal Breta

Jörðin

Fjallgöngumenn í lífsháska: Háskaför á Everest

Lifandi Saga

Hvernig voru skildir víkinga?

Af hverju velta hundar sér í blautu rusli?

Hundurinn minn veltir sér upp úr alls kyns rusli, olíu sem hellst hefur niður, fiskúrgangi eða dýraskít. Hver er ástæðan?

Náttúran

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

 • Fullur aðgangur að vefnum okkar með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
 • Aðeins 1.690 krónur á mánuði.
 • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
 • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
 • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
 • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
 • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
 • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.