Núningur er lykillinn að hreyfingu slöngu

Slöngur nýta sér núningsmótstöðuna við hreyfingar á jafnsléttu

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Þegar slöngur færa sig á ójöfnu undirlagi nýta þær klappir og greinar til viðspyrnu. Hitt hefur verið nokkur ráðgáta hvernig þær flytji sig til á jafnsléttu. En úr því hafa tilraunir með snáka, gerðar við Georgia-tæknistofnunina og New York-háskóla, nú skorið.

 

Forystumaður þessara tilrauna, David Hu, deyfði snákana og prófaði því næst núningsmótstöðuna þegar hann dró þá í ýmsar áttir. Í ljós kom að mótstaðan var tvöfalt meiri þegar slanga er dregin til hliðar, en þegar hún er dregin áfram og 50% meiri mótstaða þegar hún er dregin aftur á bak. Þessi aukna mótstaða stafar af núningi hreistursins og slangan nýtir þessa núningsmótstöðu þegar hún flytur sig áfram með því að sveigja sig og hlykkja.

 

Hinir 35 sm löngu campbelli-kóngssnákar geta flutt sig áfram án þess að nota hinar dæmigerðu hlykkjahreyfingar, en til þess þyrftu þeir að nýta meiri orku. Þess vegna kjósa slöngurnar að lyfta hluta líkamans örlítið upp og skapa þannig meiri þrýsting á þá hluta líkamans sem liggja á jörðinni. Þegar þunginn leggst á þessa staði, veitir það slöngunni tækifæri til að ákvarða afl núningsmótstöðunnar.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is