Maðurinn

Ný tækni les hugsanir

Teymi vísindamanna hefur afhjúpað hvað þátttakendur voru að horfa á með því að mæla heilabylgjur þeirra.

BIRT: 02/12/2023

Með því að mata tölvu á upplýsingum um heilavirkni tókst hópi kanadískra vísindamanna að greina hvenær þátttakendur í tilraun horfðu á andlit og hvenær ekki.

 

Rafboðavirkni í heilanum breytist örsnöggt, þegar við sjáum mennskt andlit, samkvæmt þessum tilraunum við Toronto Scarborough-háskólann í Kanada.

 

Tölvan þekkti heilabylgjumynstur

Í einni tilrauninni voru þátttakendur látnir horfa á flöktandi skjá og heilabylgjur þeirra mældar með svonefndri EEG-tækni.

 

Skyndilega birtist svo andlitsmynd á skjánum í stað flöktsins og samstundis breyttust heilabylgjurnar og mynduðu nýtt mynstur. Um leið og andlitið hvarf af skjánum færðist heilavirknin í sama horf og áður.

Nærmynd af EEG-skanna með rafóðum.

Vísindamennirnir endurtóku tilraunina og mötuðu nú tölvu á EEG-mynstrunum ásamt þeim andlitsmyndum sem sýndar höfðu verið.

 

Á grundvelli þessara upplýsinga lærði tölvan að þekkja heilabylgjumynstrið sem myndaðist þegar andlit birtist á skjánum.

 

Lesa hugsanir

Vísindamennirnir gátu nú snúið tilrauninni við og látið tölvuna greina hvenær þátttakendur sáu andlit og hvenær ekki. Þetta er í fyrsta sinn sem tekist hefur að ná þeim árangri með EEG-tækninni.

 

Til lengri tíma litið vonast vísindamennirnir til að geta fínslípað tæknina, þannig að úr heilabylgjunum megi lesa hvað verið er að hugsa, muna eða ímynda sér. Það kynni að veita fólki, sem ekki getur tjáð sig með neinu móti, ómetanlegt tækifæri til að hafa tjáskipti við umheiminn.

 

Örsnögg greining andlits

Tilraunaþátttakendur voru aðeins 0,17 sekúndur að uppgötva að flöktið á skjánum hafði breyst í þekkjanlega mynd – hér andlit.

Engin þekkjanleg mynd: Fyrst sáu þátttakendur aðeins flöktandi skjá og á meðan var heilavirknin mæld.

Andliti bregður fyrir: Þegar óskýr mynd af andliti birtist í stað flöktsins, gjörbreyttist heilavirknin.

HÖFUNDUR: Ritstjórn

© University of Toronto

Náttúran

Bakteríur örva ilminn af sumarregni

Alheimurinn

NASA uppgötvar dularfullan hlut sem er 27.000 sinnum stærri en jörðin – hreyfist á 1,6 milljón km/klst.

Maðurinn

Lyktin afhjúpar öll þín leyndarmál: Lyktin er hið nýja fingrafar

Tækni

Líkami þinn er orkuver

Jörðin

Myndast skýstrókar í Norður-Evrópu?

Lifandi Saga

Hver var fyrsti þekkti guðinn?

Lifandi Saga

Hvenær fórum við að kyssast?

Maðurinn

Hvers vegna verður maður þreyttur eftir að hafa borðað?

Lifandi Saga

Hvers vegna eru til herra- og kvenreiðhjól?

Maðurinn

Lítið en mikilvægt atriði í uppeldinu getur haft mikil áhrif seinna á lífsleiðinni

Heilsa

Sérfræðingar í sykursýki: Jafnvel lítið magn af þessari tegund matar getur aukið hættuna um 15 prósent.

Maðurinn

Þú ert tveimur sekúndum frá því að springa úr reiði

ÁSKRIFT AÐ VÍSINDI.IS

Prófaðu í 14 daga ókeypis!

  • Fullur aðgangur að vefnum okkar með rúmlega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Lifandi vísindi/Lifandi saga í rafrænni útgáfu á vefnum,
  • Aðeins 1.790 krónur á mánuði.
  • Engin skuldbinding – Þú getur hætt hvenær sem er.

ÁSKRIFT AÐ TÍMARITINU

Þrjú tölublöð + gjöf: Skemmtilegur sjónauki
  • Þrjú næstu tölublöð Lifandi vísinda/Lifandi sögu – sent heim til þín – eins færðu lítinn og vandaðan sjónauka að gjöf.
  • Fullur aðgangur að vefnum okkar – visindi.is – með tæplega 3000 skemmtilegum og spennandi greinum um allt milli himins og jarðar á sviði vísinda og sögu.
  • Spennandi greinar og flottar myndir sem svala forvitni þinni.
  • Þú getur hætt eftir tilboðið en ef þú heldur áfram skuldbindur þú þig aðeins þrjú tölublöð í einu og þú getur sagt upp hvenær sem sem og klárar þá tímabilið sem er hafið.
  • Venjuleg áskrift – þrjú tölublöð – kostar aðeins 7.590 kr

Sjónauki og þriggja blaða áskrift – Alls 3.800 kr.

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Search

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.790 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is