Nýuppgötvuð pláneta er svo lík jörðinni að hún er nefnd „Ofur-Jörð“. Plánetan er að mestu úr vatni sem að líkindum er frosið.
Umhverfis plánetuna, sem fengið hefur heitið GJ 1214b, er 200 km þykkt og afar þétt gufuhvolf, sem einkum er úr vetni og helíum. Plánetan er of heit til að halda í gufuhvolf og stjörnufræðingarnir gera því ráð fyrir að það hafi annað hvort myndast mjög nýlega eða endurnýist stöðugt.
Hitastig á yfirborðinu er allt að 200 gráður og þrátt fyrir hið þunga gufuhvolf gæti því fundist vatn í fljótandi formi nálægt yfirborðinu, segja David Charbonneau og félagar hjá Harvardháskóla, sem uppgötvuðu plánetuna. En að á henni gæti fundist líf er talið afar ósennilegt.