Nýr kafbátur byggður með sama lagi og flugvél

BIRT: 04/11/2014

LESTÍMI:

< 1 mínútur

Breski uppfinningamaðurinn Graham Hawkes hefur nú smíðað tveggja manna kafbát, „ Deep Flight Super Falcon Submerside“, sem nær 11 km hraða og kemst á 450 metra dýpi.

 

Skrokkurinn er mjósleginn, gerður úr koltrefjum og út úr honum standa tveir vængir ásamt stéluggum. Útlitið er þannig ekki ósvipað flugvél.

 

Sjálfur segir uppfinningamaðurinn að bátnum sé líka stjórnað meira í líkingu við flugvél en kafbát. Stjórnandinn beitir stýripinna og rafboðum til að halla stýriblöðunum.

 

Ásamt straumlínulöguninni veldur þetta því að kafbáturinn lætur vel að stjórn, getur m.a. kafað næstum lóðrétt og líkt eftir sveifluhreyfingum hvals í vatninu. Kafbáturinn hentar líka afar vel til að fylgjast með sjávardýrum, svo sem höfrungum, úr lítilli fjarlægð, því rafdrifnir hreyflarnir gefa ekki frá sér svo mikinn hávaða að það trufli dýralífið.

 

Yfirleitt eru í kafbátum notaðir tankar sem sjó er dælt í til að kafa en hér nýtast vængir og stélblöð til að draga kafbátinn niður á við.

 

Áhöfnin þarf ekki að hafa áhyggjur af kafaraveiki, því klefarnir tveir eru þrýstijafnaðir þannig að þar ríkir stöðugt sami loftþrýstingur og við sjávarmál. En skyldi eitthvað koma fyrir, sér sjálfvirkur búnaður um að koma kafbátnum upp á yfirborðið.

 

„Super Falcon“, eða „Ofurfálkinn“, er tæpir 7 m að lengd, vegur 1.818 kg og rúmar tvo menn eða 230 kg. Verðið er 1,8 milljónir dollara.

 
 

BIRT: 04/11/2014

vinsælustu greinarnar

Lifandi vísindi

Lyf

Lifandi saga

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Innskráning

Ertu áskrifandi að tímaritinu?

Áskrifendur að tímaritinu geta fengið frían aðgang að vefnum hér.

Viltu lesa greinina?

Fáðu aðgang að visindi.is

Ókeypis í 2 vikur!

Eftir það kostar eingöngu 1.390 kr. á mánuði og enginn uppsagnarfrestur.

Innifalið er aðgangur að öllum greinum á vefnum ásamt rafræna útgáfu af nýjustu tölublöðunum.

  • Fullur aðgangur að visindi.is
  • Frábærar myndir og myndbönd
  • Aðgengilegt í öllum snjalltækjum
  • Fullur aðgangur að gríðarlegu magni eldri greina
  • Nýjustu tölublöðin í rafrænu formi

Núverandi áskrifendur að tímaritinu fá að sjálfsögðu ókeypis aðgang að vefnum og þurfa bara að virkja aðgang sinn hér.

Ef þú ert þegar áskrifandi að visindi.is