Tækni
Nú verða settir upp sérstakir röntgenskannar í bandarískum flughöfnum.
Með þeim má sjá í gegnum föt farþeganna af áður óþekktri nákvæmni og t.d. greina leynd vopn eða sprengiefni sem fólk kynni að bera innanklæða. Skanninn hefur þann stóra kost að hann greinir líka hluti sem ekki eru úr málmi og sér því margt fleira en málmleitartæki.
Við myndatökuna er þó gætt fyllsta velsæmis með því að gera ákveðna líkamshluta sjálfkrafa óskýra á myndinni. Ef kerfið reynist vel, getur það alveg leyst af hólmi málmleitartækin sem nú eru notuð.